Reiknar með United mönnum sterkum á næsta tímabili

Walter Smith hefur yfirgefið Manchester United og hefur varað helstu keppinauta liðsins við að rauðu djöflarnir mæti sterkari til leiks á næsta tímabili heldur en nokkurn tíman áður.
United menn hafa alltaf endurheimt Úrvalsdeildartitilinn árið eftir að þeim mistekst að enda í efsta sætinu og Smith reiknar ekki með því að það komi til með að breytast.

“Ef þú skoðar árangur Manchester United síðustu 12 eða 13 ár þá sérðu að hann er frábær” sagði Smith í samtali við BBC. “Og það er eitt víst að hafi þeir einhvern tíman tapað titlinum þá snúa þeir ávallt aftur og vinna hann tímabilið eftir. Ferilinn þeirra gefur til kynna að þeir eru hættulegastir á tímabilinu eftir vonbrigði þeirrar leiktíðar þegar titilinn hefur ekki unnist.”
“Það er erfitt að takast á við vonbrigði en það er hvernig þú bregst við þeim sem það er mikilvægt, en viðbrögð United hafa alltaf verið jákvæð.”

Smith yfirgefur United eftir þriggja mánaða starf sem aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson og hann viðurkennir að það hafi verið ánægjulegt að komast aftur í fótboltann.

“Þetta var fínt og ég naut veru minnar hérna. Allir voru frábærir og það var ánægjulegt að enda þetta með sigri á Milwall í FA bikarnum.”
“Það var frábært tækifæri að fara til Manchester United, þótt það hafi aðeins verið um stund.”

"Ég hef verið viðriðinn eitt eða tvö félög, en það var gott að koma aftur inní þetta og komast aftur á æfingasvæðið og ég var þeirrar lukku aðnjótandi að vinna hjá félagi með jafn háleit markmið.



Eruð þið sammála þessu bulli???