Ég ákvað að skrifa aðeins um lokastöðuna og sjá hvað fólki finnst um hana, mér fannst þetta bara ágætis leiktíð yfir heildina þó að nokkur lið höfðu valdið manni vonbrigðum.

Sæti - lið -leikir-unnir-jafnir-tapaðir-skorðuð-Fenginn-stig
1. Arsenal 38 26 12 0 73 26 90
2. Chelsea 38 24 7 7 67 30 79
3. Man Utd 38 23 6 9 64 35 75
4. Liverpool 38 16 12 10 55 37 60
5. Newcastle 38 13 17 8 52 40 56
6. Aston Villa 38 15 11 12 48 44 56
7. Charlton 38 14 11 13 51 51 53
8. Bolton 38 14 11 13 48 56 53
9. Fulham 38 14 10 14 52 46 52
10. Birmingham 38 12 14 12 43 48 50
11. Middlesbro 38 13 9 16 44 52 48
12. Soton 38 12 11 15 44 45 47
13. Portsmouth 38 12 9 17 47 54 50
14. Tottenham 38 13 6 19 47 57 45
15. Blackburn 38 12 8 18 51 59 44
16. Man City 38 9 14 15 55 54 41
17. Everton 38 9 12 17 45 57 39
18. Leicester 38 6 15 17 48 65 33
19. Leeds 38 8 9 21 40 79 33
20. Wolves 38 7 12 19 38 77 33

1. Arsenal setur met sem seint verður jafnað og tapar ekki leik í 38 leikjum í einni erfiðistu deild í heimi og var Thierry Henry stórkoslegur á leiktíðinni
2. Chelsea komast í fjórðungs úrslit Meistaradeildar og plantar sér í annað sætið eftir að Trilljarðamæringurinn Roman Abramovic kaupir liðið og fyllir það af stórstjörnum sem ná ekki allar að sýna sitt rétt andlit.
3. Man Utd veldur áhangendum sínum vonbrigðum með því að lenda aðeins í 3. sætinu en bæta það örlítið upp með að vinna FA cup.
4. Liverpool nær markmiði sínu með því að setjast í sæti númer 4. og geta komist í gegnum forkeppnina og í Meistaradeildina.
5. Newcastle er hársbreidd frá því að komast í Meistaradeilidina fyrir leikíðna og eftir hana, þeir næla sér samt sem áður í öruggt sæti í UEFA cup keppninar og þeir komust einmitt í fjórðungs úrslit hans, en töpuðu þar fyrir Marseilles.
6. Aston Villa rétt bjarga sér frá falli í fyrra en snillingurinn David O'Leary er nálægt því að koma þeim í Meistardeildina í ár, frábær árangur hjá þessu annars miðlungsliði.
7. Charlton er í 4. sætinu frameftir öllu en fipast aðeins flugið í lokin og enda í 7. sætinu sem er besti árangur þessa liðs frá upphafi og eru sumir að segja að þeim hafði gengið betur höfðu þeir ekki selt Scott Parker til Chelsea í janúar.
8. Bolton, núna hlakkar í Stóra Sam, hann hefur tælt til sín hverja stórstjörnuna á fætur annari og var nálægt því að landa Rivaldo en óvissa er enn í því máli, en samt sem áður fínn árangur hjá Bolton.
9. Fulham byrjar leiktína með því að halda sér í UEFA cup sæti en einsog nokkur önnur lið fipast þeim flugið og enda í 9. sæti undir handleiðslu hins unga Chris Coleman sem er að gera fína hluti með þetta lið.
10. Birmingham kom upp í fyrra og rétt slapp þá við fall en endar í 10. sætinu sem er fínn árangur hjá Steve Bruce og félögum.
11. Middlesbro vinnur deildarbikarinn og tryggir sér sæti í UEFA cup keppninni og er það fínasti árangur hjá þessu ágæta félagi sem spilaði með engan annan en Gaizka Mendieta, spánverjan frækna í liði sínu og stóð hann sig ágætlega. 11. sætið raunin og eru M'boro menn væntanlega ánægðir með deildarbikarinn en það er fyrsti bikar liðsins í 128 ár en þá var það stofnað.
12. Soton=Southampton rekur stjóra sinn Gordon Strachan og ræður Paul Sturrock í staðinn en liðið var í UEFA cup í byrjun leiktíðar en datt snemma út, lakari árangur en í fyrra og 12. sætið er þeirra.
13. Portsmouth vann 1. deildina með yfirburðum í fyrra og ná fínum árangri í sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeild í langan tíma og verður spennandi að sjá hvað Harry Redknapp og félagar í Portsmouth gera á næstu leiktíð.
14. Tottenham nær ekki þeim árangri sem maður bjóst við, enda ráku þeir Glen Hoddle snemma leiktæiðar og var David Pleat, tæknilegur ráðgjafi liðsins við stjórnvölinn lengi og hefur mikið verið talað um hver tekur við af Pleat og býst maður meira af stóra bróður Arsenal á næstu leiktíð.
15. Blackburn veldur manni vonbrigðum og þarf John Stead, 20 ára gutti að bjarga leiktíðinni fyrir þeim. Blackburn var í UEFA cup en duttu snemma út líkt og Southampton. Ég persónulege vill sjá meira frá Blackburn, enda ágætis lið þar á ferð.
16. Man City hefur átt mjög slakt tímabil, byrjuðu vel en en síðan hallaði undan fæti, maður skilur ekki hvernig lið með menn líkt og Nicolas Anelka, Shaun Wright-Phillips og David James getur náð svona slökum árangri en aftur á móti er fjárhagur liðsins ekki góður og getur verið að það hafi haft áhrif. Þeir eru á nýjum og glæsilegur velli og vill maður sjá meiri og betri árangur frá þessu Manchester liði.
16. Everton, hvað getur maður sagt, þeir hafa einfaldlega ekki gæðin, Wayne Rooney sem flestir þekkja er þeirra besti maður og eru þeir heppnir að sleppa við fall að þessu sinni. Þeir hafa nú eitthvað fjármagn milli handana og vonar maður að þetta Liverpool lið standi sig betur á næstu leiktíð.
17. Leicester var spáð falli af mörgum og rættist sú spá. Reyndar eiga þeir alveg skilið að vera í Úrvalsdeild. Lentu í leiðinda máli þar sem 3-4 leikmenn þeirra voru skaðir umn nauðgun en komu tvíefldir til baka og sýndu mikin liðsanda. En farvel að sinni og sjámust vonandi í Úrvalsdeild á þar-næstu leiktíð.
18. Leeds, þar er fjárhagurinn í mesta rusli og er fall ekkert sem kemur manni á óvart. Það er hálfundarlegt að hugsa til þess að fyrir 3 árum voru þeir í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en núna er þeir því miður fallnir og vonandi kemur þetta skemmtilega lið sem spilar með mikilum karakter sem fyrst upp aftur upp um deild, Leeds, það var gaman að hafa ykkur uppi í öll þessi ár en því miður er fall raunin.
20. Wolves komu upp og var því spáð að aðeins kraftaverkinn gætu haldið þeim uppi. Þrátt fyrir að stríða nokkrum af risunum náðu ekki að halda sér uppi. Þeir falla niður um deild og eru þeir kannski betur settir í 1. deild?

FA premiership champions 2004 - Arsenal
League Cup winner 2004 - Middlesbro
FA cup champions 2004 - Man Utd

Takk fyrir mig, Thugalicius
ehm?