Leikur Fylkis og FH var flautaður á stað á Árbæjarvelli klukkan 17:00. Fólk lét ekki rigningu koma í veg fyrir að mæta á völlin og var ágætlega mætt á völlin á gær. Mínútuþögn var fyrir leik vegna fráfalls Þóris Jónssonar forystumanns í knattspyrnunni hjá FH en hann lést síðastliðin Miðvikudag.

Tvo lykilmenn vantaði í lið FH-inga Alan Bogvardt og Ármann Smára og voru Hermann Albertsson og Emil Hallfreðsson að útskrifast, einnig vantaði tvo sterka leikmenn í lið Fylkismanna Hauk Inga Guðnason og Hrafnkel Helgason.

Fylkismenn voru sterkari í upphaf leiks þegar að Ólafur Páll Snorrason átti stórhættulega fyrirgjöf fyrir markið þar sem Björgölfur Takefusa náði ekki til boltans. Um miðjan hálfleik kom upp skemmtilegt atvik þegar að Kristinn Jakobsson missti gula spjaldið og Þórhallur Dan Jóhannesson tók það upp lék með það um litla stund og þegar að boltin fór útaf sýndi Þórhallur Kristni gula spjaldið, Kristinn tók gríninu vel og lét leikin halda áfram. Annars var fyrri hálfleikur tíðinda lítill fram að 36 mínútu þegar að Simon Karkov sendi fyri af hægri kanti á fjærstöng þar sem Víðir Leifsson var einn og óvaldaður, fékk bolta og skaut föstu skoti að marki en Bjarni Halldórsson varði vel í hornspyrnu. Staðan í hálfleik 0-0

Fylkismenn koma vel stemmdir til síðari hálfleiks. Björölfur Takefusa átti skot að marki á 56. mínútu en Tommy Nielsen komst fyrir það í tæki tíð en á 70 mínútu átti sér sérstakt atvik þegar að stungu sending kom innfyrir vörn Fylkismanna og Guðmundur Sævarsson segjir “fara” og Kristinn Jakobsson dæmir á Guðmund fyrir að segja þetta. Nokkrum mínútum síðar fá Fylkismenn hornspyrnu og eftir hana fær Sævar Þór boltan á markteignum og skýtur að marki en Daði Lárusson markvörður FH-inga ver og uppúr því verður mikill darraðardans inná markteig FH-inga og að lokum nær varamaðurinn Þorbjörn Atli Sveinsson að pota boltanum innfyrir marklínuna og eina mark leiksins staðreynd. Á lokakaflanum gerðu FH-ingar breytingu á liði sínu og bættu í sóknina og með því opnuðust glufur á vörn FH-inga og litlu munaði að Þorbjörn Atli næði að skora aftur en Daði Lárusson varði vel. Lokatölur 1-0 fyrir heimamönnum í ágætisleik

Byrjunarlið Fylkis:
Bjarni Þórður Halldórsson, Guðni Rúnar Helgason, Þórhallur Dan Jóhannsson, Gunnar Þór Pétursson, Finnur Kolbeinsson, Ólafur Stígsson, Helgi Valur Daníelsson, Sævar Þór Gíslason (Jón B. Hermannsson 86.mín), Björgólfur Hideaki Takefusa (Þorbjörn Atli Sveinsson 56.mínútu), Ólafur Páll Snorrason (Kristján Valdimarsson 78.mín)

Byrjunarlið FH:
Daði Lárusson, Heimir Snær Guðmundsson (Atli Guðnason 83.mín), Sverrir Garðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Heimir Guðjónsson, Simon Karkov, Jón Þorgrímur Stefánsson (Jónas Grani Garðarsson 78.mín), Atli Viðar Björnsson, Víðir Leifsson (Guðmundur Sævarsson 70.mín)