Daginn,

Ég ætla að skrifa um aðra umferð Landsbankadeilarinnar og bið ykkur að afsaka að deildinni er ekki formlega lokið. Á morgun verður síðasti leikur deildarinnar leikinn, en þar mætast Fylkir og Fram á Fylkisvellinum í Árbæ.

Margt skemmtilegt gerðist í annarri umferð og þar ber hæst að nefna falleg mörk, marktækifæri og svo fallega leikmenn…nei ég segi svona. Ég ætla ekki að skrifa um leikina í þeirri röð sem þeir voru spilaðir, eða ekki nema það sé hrein tilviljun því ég ætla að skrifa um þá eftir þeirri röð sem ég man eftir.

Einnar mínútu þögn var áður en flautað var til leiks í gær í öllum leikjunum vegna láts tveggja heiðursmanna. Annars vegar Þórirs Jónssonar en hins vegar Einars Sigfússonar.

KEFLAVÍK - KR

KR-ingar töpuðu fyrir FH-ingum síðastliðinn Laugardag og bjóst margur maðurinn við sigri KR-inga í þessum leik sem leikinn var í gær. Þeir þurftu að sýna fólkinu hvað í þeim bjó. Allt kom fyrir ekki og KR-ingar töpuðu stórt, eða 3-0. Arnar G. skoraði fyrsta mark leiksins, fyrsta og eina mark KR-inga á þriðju mínútu leiksins og þá önduðu KR-ingar léttar. Þeir sáu fyrir sér þrjú dýrmæt stig og Willum Þór varð glaður. En 21 mínútu seinna jafnaði Stefán Gíslason metin og Willum svitnaði. Á 59 mínútu átti Scott Ramsay gullfallegt mark beint út aukaspyrnu og þá byrjuðu KR-ingar hægt og bítandi að verða þreyttari og þreyttari. Ekkert gekk upp og þrem mínútum fyrir leikslok skoraði Hörður Sveinsson lokamarkið. Lokatölur 3 - 1 og KR-ingar sitja svo sannarlega í súpunni.

ÍA - GRINDAVÍK

Skagamenn tóku á móti Grindvíkingum í gær og var sá leikur frekar daufur. Hann endaði með 0 - 0 jafntefli þó svo að bæði lið hafi átt góð færi.

ÍBV - FRAM

Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom heimamönnum yfir á 26. mínútu en síðan jöfnuðu Frammarar þegar seinna dró á leikinn. 1 - 1 lokatölur.

VÍKINGUR - KA

Leik Víkinga og KA-manna lauk nú fyrir nokkrum mínútum og það með sigri KA, 1 - 0. Það var jafnt í hálfleik og höfðu Víkingar átt sláar- og stangarskot en allt kom fyrir ekki. Atli Sveinn Þórarinsson kom KA yfir á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ég var svona að vona að Víkingar myndu taka þennan leik, en ég verð víst að bíða betri tíma. Ég er stuðningsmaður Víkinga og vona ég svo sannarlega að þeir falli ekki.

-

Ég sá smá viðtal við Willum Þór, þjálfara KR-inga, og þar var greinilegt að hann var stressaður. Þetta viðtal átti sér stað eftir tap KR-inga í Keflavíkinni. Hann var mjög ‘tens’ og reiður - kæmi mér ekki á óvart ef hann væri rekinn ef þessi ósigurganga heldur áfram. Ég ætla nú samt ekki að segjast vera meðfallinn því, þetta er vinnan hans og hann hefur bjargað liðinu algjörlega. Hann er maðurinn sem gerði það að því liði sem það er í dag, og þó þeir byrji illa fyrstu tvo leikina þá geta þeir alveg tosað upp um sig buxurnar og þess vegna unnið alla leikina sem eru eftir.

Ég fékk í dag stjórnendastöðu hér og munum við stjórnendurnir uppfæra áhugamálið daglega. Við erum t.d. búnir að setja ALLA leiki mótsins og svo stöðuna í deildinni. Við munum svo uppfæra þetta tvennt eins oft og það uppfærist í deildinni sjálfri.

Kveðja,
Hrannar Már.