Arsenal meistari 2oo3-2oo4, búðaráp í Englandi ARSENAL MEISTARI 2003-2004!

Arsenal tryggði sér enska meistaratitilinn á White Hart Lane 24. apríl 2004.

Þaðan af var markmiðið sett á það ótrúlega met að fara taplausir í gegnum heila leiktíð.

1.5.2004 Birmingham H 0-0
4.5.2004 Ports mouth Ú 1-1
9.5.2004 Fulham Ú 1-0
15.5.2004 Leice ster H 2-1

Þeir náðu því á Highbury með sigri á Lecester 2-1.

Það var Paul Dickov sem skoraði fyrsta markið, en Henry jafnaði úr réttmætri vítaspyrnu og Vieira sem skoraði frábært mark eftir undirbúning frá Hollendingnum fljúgandi, Dennis Bergkamp.

38 leikir ósigraðir. 41 leikur ef tekið er með síðustu þrjá leikina á seinustu leiktíð.

Einnig var Arsenal nánast búnir að jafna/slá stigametið sem Manchester United setti 99-00, sem eru 91 stig. Arsenal náði 90.

——–

SHOPPING SPREE

Ég hef ekki tölu á hverjir eru orðaðir við Chelsea. En það virðist sem að lið (Arsenal/Liverpool/Man Utd) segist hafa áhuga á leikmanni, og þá klst. síðar er Chelsea líka komið í baráttuna.

DÆMI I: Arsenal sagði fyrr í vikunni á blaðamannafundi að þeir hafa áhuga á Morientes, sem er í láni hjá Monaco frá Real Madríd.
Nákvæmlega klukkustund síðar stendur á SkySports að Chelsea hafi einnig áhuga á leikmanninum.
DÆMI II: Arsenal sagði í síðustu viku á blaðamannafundi að þeir hafa áhuga á Guily, sem er einnig hjá Monaco. Klukkustund síðar stendur á SkySports að Chelsea hafi einnig áhuga á leikmanninum.

Ég fer ekki út í fleiri dæmi.

Smith til Man Utd., Liverpool, Chelsea eða Everton?

Núna rétt áðan kom frétt á Sky að Everton væru að undirbúa 7 milljón punda boð í Alan Smith, leikmann Leeds United.

Leeds var að falla í fyrstu deildina eftir sextán, eða sautján ára Premier veru.

Arsenal virðast ætla halda eitthvað af tilboðum sínum leyndum frá fjölmiðlum, líklega svo að Rússarnir hinumegin í London kaupi þá ekki frá Arsenal.

En Robin van Persie er þó kominn, eða kemur í Júní. Persie er maður sem Hollenska u-21 landsliðið er með sóknarleik sinn byggðann í kringum Persie. Hálft Holland hlær að Feyenoord fyrir þessa heimskulegu sölu, 3-4 milljónir punda fyrir efnilegasta leikmann Hollands (Vaart er ekki lengur efnilegur. Hann er orðinn leikmaður í heimsklassa.)