Leeds áfram án þess að spila? Spænska knattspyrnusambandið fór fram á að sjá öll leikmannaskjöl hjá þrem efstu liðum spænsku deildarinnar í síðustu viku og þeim hafa ekki borist pappírar frá fjórum leikmönnum Deportivo La Coruna, þeim Helder, Jacques Songo'o, Aldo Duscher og Emerson. Samkvæmt “News of the World Sunday”, þá hafa starfsmenn UEFA fylgst vel með þessu máli, og ef þessir leikmenn hafa óhreint mjöl í pokahorninu þá gæti svo farið að liðinu verði vísað úr Evrópukeppninni.

Leeds United gæti því átt greiða leið í undanúrslitin ef andstæðingum þeirra í næstu umferð, Deportivo, verður refsað fyrir að nota leikmenn með fölsuð vegabréf.