Nú þegar fresturinn til að kaupa leikmenn á tímabilinu er útrunninn eru enskir fjölmiðlar byrjaðir að velta fyrir sér hverjir fara hvert næsta sumar. Það tímabil á meðan liðin eru í sumarfríi er oft kallað silly season þar sem þá er fjölmiðlar duglegir við að áætla hverjir fara hvert og hverjir eru að pæla í hverjum. En eftir því sem umfjöllun um boltan verður meiri er eins og þetta silly season sé að byrja mun fyrr en áður.
Ipswich á að vera að fylgjast með og undarbúa tilboð í sóknarmann Vitesse Arnhem Bob Peeters. Chelsea á að vera nýjasta liðið til að pæla í Jan Koller hjá Anderlecht en nánast annað hvert lið á Englandi á að viljað fá hann til liðs við sig.
En til að toppa allt þá á Barcelona að vera að undirbúa tilboð í Arsene Wenger framkvæmdarstjóra Arsenal. Það er ekki oft sem framkvæmdarstjórar eru keyptir en Barcelona þarf nauðsynlega einhvern sem getur gert gott heilsteypt lið úr frábærum mannskap sem liðið býr yfir og er Wenger eflaust maður sem getur gert góða hluti með liðið, en ég sé ekki að Arsenal vilji selji hann!