Thuram ekki með franska landsliðinu Liliam Thuram, leikmaður Parma og franska landsliðsins, verður ekki með Frökkum gegn Japan 24. og Spán 28. Ástæðan er sú að Thuram tognaði á ökla í Evrópuleik með Parma gegn PSV og kýs hann því að vera á Ítalíu í stað þess að fara að spila með franska landsliðinu.

Thuram mun nú fara í sjúkrameðferð þar sem reynt verður að styrkja ökklan á ný. En franska landsliðið mun engu að síður ekki vera Parmaleikmannalaust því Sabri Lamouchi og Johan Micoud munu báðir verða í hópnum.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _