England á enn góða möguleika á að komast á HM eftir að hafa rétt hlut sinn verulega í dag með sigri á Finnum 2-1. Sigurinn var verðskuldaður en Owen og Beckham skoruðu fyrir England og Gary Neville var svo óheppinn að koma boltanum í eigið mark. England byrjaði leikinn betur og hefðu með örlítilli heppni getað komist yfir strax á fyrstu mínútum leiksins. Eftir að leikmenn róuðust náðu Finnar ágætu taki á leiknum og komust yfir á 25. mín. Finnar sýndu allar sínar bestu hliðar á þessum kafla leiksins og voru um tíma sterkari aðillinn með Litmanen sem sterkasta mann. En þegar um 10. mín voru eftir af hálfleiknum sóttu Englendingar í sig veðrið og jöfnuðu verðskuldað eftir frábæra sókn á 43. mín. Englendingar byrjuðu seinni hálfleikinn með látum og komust yfir með marki Beckhams strax á 49. mín. einnig eftir frábæra sókn, en Englendingar áttu nokkrar mjög fallegar sóknir þar sem boltinn barst hratt á milli manna í fáum snertingum kannta á milli og greinilegt að leikskipulag Erikson hefur síast hratt inní huga leikmanna. Persónulega fannst mér gaman að sjá hvað McManaman var skapandi og alltaf tilbúinn að gera eitthvað óvænt sem skapað gat hættu. Beckham var líka frábær í þessum leik og greinilegt að hvíldinn sem hann hefur fengið síðustu vikurnar hefur skilað sínu en hann var mjög ógnandi og frískur í þessum leik og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum.

Hið unga og skemmtilega lið Íra sigruðu Kýpur 0-4 á útivelli án þess að sína neina snildartakta. Roy Keane sá um að Írar réðu ferðinni allan tíman með því að stjórna miðjunni einsamall og toppaði hann góðan leik með því að skora tvö mörk. Hin mörkin tvö skoruðu hinir frábæru bakverðir Leeds Gary Kelly og Ian Harte. Frábær sigur, en slök framistaða að Roy Keane og Gary Kelly undanskildum!

Skotar gerðu jafntefli heima gegn Belgum 2-2 þrátt fyrir að vera einum fleiri frá 28. mín.

Wales gerðu aðeins jafntefli við Armena 2-2 á útivelli og N-Írar töpuðu 0-1 heima gegn Tékkum.