U-21 árs liðið slátruðu Finnum U-21 árs lið Englands tóku sig saman í andlitinu eftir slakan leik gegn Spánverjum í lok febrúar og unnu 4-0 sigur á Finnum. Enska liðið þótti spila sérlega vel í þessum leik og yfirspiluðu finnsku jafnaldra sína á löngum köflum í leiknum. Darius Vassell frá Aston Villa skoraði fyrsta markið á 28. mín og kjölfarið sóttu þeir mikið og hefðu hæglega getað skorað 4 mörk fyrir hlé, en náðu ekki að nýta færin og staðan var 1-0 í hálfleik. John Terry varnarmaður Chelsea kom Englandi í 2-0 eftir stöðuga pressu í seinni hálfleik og Shola Ameobi sóknarmaður Newcastle sem kom inná sem varamaður á 72. mín. skoraði svo tvö mörk á síðustu 10 mín. og gekk þannig frá finnska liðinu.