Sven Göran Erikson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir landsleikinn við Finna síðar í dag. Mér til mikilla vonbrigða er David Seaman í markinu, en að öðru leyti er liðið mjög sterkt.
Gary Neville, Rio Ferdinand, Sol Campell og Chris Powell eru í fjögura manna varnarlínu. Beckham og McManaman eru á köntunum og Gerarrd og Scholes eru á miðjunni og Owen og Andy Cole eru frammi. Á bekknum eru svo Phil Neville, Martyn, Wes Brown, Butt, Heskey, Fowler og Sheringham þannig að það er ljóst að Erikson hefur mikla möguleika fram á við ef illa gengur í byrjun með sterkum og sóknarsinnuðum varamannabekk.
Þessi leikur skiptir England mjög miklu máli en þeir hafa aðeins eitt stig eftir tvo leiki og þurfa nauðsynlega sex stig úr leikjunum tveimur í vikunni eða þeir eru nánast úr leik í baráttunni um að komast á HM. Erikson segir að þetta sé mikilvægasti leikur hans á ferlinum og skulum við því vona að England nái að sýna svipað góða framistöðu og á móti Spáni 28. Febrúar.