einn sköllóttur og annar í ófrjósemisaðgerð! Ég sá aðeins einn leik í dag. Fór á pub og sá Tottenham taka á móti grönnum sínum í Arsenal og það endaði auðvitað með bölvuðum látum þar sem Íri og Þjóðverji hrintu hvor öðrum eins og krakkar á leikskóla.
Annars byrjaði dagurinn með þeirri hörmung að Portsmouth vann mitt ástkæra Leeds. Sá bara fimm mínútur ruglaðar en úrslitin náttúrulega ekkert annað en hryllingur því við eigum eftir Charlton og svo Chelsea á útivelli og svo eitthvert sterkt lið en ég man bara ekki akkúrat nú hvaða lið það er!
Erum þremur stigum á eftir Man City og markatalan náttúrulega bara grín enda vörnin bara grín.
Jamm, svo sá ég að Chelsea var komið í 1-0 en tapaði svo 2-1 og ég frétti að Huth hefði tekið að sér að ófrjósemisaðgerð á Shearer, frítt og í beinni!

Þetta þýðir að Ranieri er dead meat en ég ætla að koma með samsæriskenningu sem er eftirfarandi:
Ranieri fær að vita að hann verður ekki með liðið næstu leiktíð en fær að klára þessa.
José Morinho, hjá Porto kemur í staðinn en hann klárar tímabilið hjá Portó.
(gæti reyndar trúað að hann sé bara búinn að skrifa undir hjá Chelsea en hvað veit ég)!
Chelsea vinnur Monaco 3-1 á Stamford bridge og auðvitað setur Eiður eitt allavega. Leikurinn framlengdur og Chelsea kemst i úrslit.
Porto gerir 1-1 jafntefli við Deportivo á Spáni og kemst í úrslitin sem eru held ég 26. mai.
Keppni dauðans milli þjálfaranna.
Morinho er held ég betri þjálfari og ef hann fær frið gerir hann það lið sem hann tekur við á Englandi (Chelsea) að hrikalegu liði eftir 2-3 ár.
Ranieri tekur við Roma fremur en Tottenham en þessi leikur verður bilaður og ég hlakka strax til!!!!!!!!
Chelsea vinnur 3-2 og allir að taka frá daginn sem úrlsitin eru (kemur fram í grein hérna fyrr en minnir að það sé 26 mai).

Svo var það Arsenal og Tottenham. Fyrri hálfleikur var eins og á móti Leeds, það var sama hvað hinir reyndu, Arsenal skaust annað slagið í sókn og skoraði dýrindismörk. Algjör unun að horfa á, þvílíkt bestir á Englandi.
David O´Leary og Niall Quinn voru í settinu á BBC og hrifust. O’Leary, einn leikjahæsti Arsenalleikmaður ever, sagði þá ekki síðri á útivelli en heima og með fullri virðingu fyrir Tottenham þá væri þetta búið!
Quinn sagði að þetta væri ekki búið fyrr en það væri búið og hló og hafði rétt fyrir sér því Redknapp, sem hefur verið meiddur undanfarna áratugi skoraði flott mark og svo slógust Lehmann og Robbie Keane á 93 mínútu og fengu gult. Keane fékk víti og skoraði en svo var sungið We are the champions á pubbnum sem ég var á, allir nema þessir þrír Tottenhamfanar og ég Leedsarinn.

Svo má geta þess að ég kíkti áðan í eina og hálfa mínútu á Real og Barcelona sem er ruglað hjá mér og þá steig einhver á tánna hans Beckham sem hafði reyndar lagað boltann aðeins með hendinni og Beckham skaust einhvernveginn upp í loft og var alveg brjálaður, hárlaus hausnum á.
Jamm, ef maður vill ekki að heimurinn tali um það að maður sé að hoppa á einhverri sem er ekki konan manns þá klippir maður bara á sér hárið og það verður forsíðufrétt frá Krummahólum til Kúala Lumpur.
Er hættur því ég ætla í fótbolta og sparka í nokkra gaura!