Mourinho, Chelsea og Liverpool Nú eru miklar spekúlasjónir um að José Mourinho hjá Portó sé á leið til Chelsea.
Sá þetta á gras.is í gær og í fréttablaðinu í morgun þannig að þetta hefur greinilega verið á alheimsvefum í gær. Langt síðan þó að hann var linkaður til Englands og þá helst til Liverpool. Maðurinn hefur nú nýlega lýst því yfir að hann væri alveg til í að fara til Englands þannig að þetta er borðleggjandi dæmi enda topptýpa og toppþjálfari sem hefur verið að gera ótrúlega góða hluti með Portó.
Liverpool ætlar að fara að spreða, sagt að 30 millur séu til fyrir nýjum leikmönnum.
Djibrill Cisse hjá Auxerre kemur og sennilega líka félagi hans, varnarmaður Auxerre, Philippe Mexes sem segist vilja spila í Evrópukeppninni. Vitað er að Roma vill fá piltinn og þá í staðinn fyrir Walter Samuel sem sagður er á leið til Chelsea því þar væri ekki verra að hafa einn verulega traustan varnarmann með Terry – kom nú vel í ljós á móti Monaco -.
Annars segir sagan að Mexes fari til Liverpool því Guy Roux, þjálfari Auxerre sé aldarvinur Húlla Púlla og samningar þar séu í höfn.
Á óskalista Liverpool eru einnig Hatem Trabelsi, Túnisbúi sem spilar með Ajax og hinn ungi og efnileg Michael Dawson hjá Nottingham Forest.
Svo sá ég að í fréttablaðinu, sem ekki hafa á að skipa mjög sterkri íþróttadeild, kemur fram að líklegastir til að fjúka séu El – Hadji Diouf, Salif Diao og Djimi Traore.
Held að þetta sé þvæla, maður hefur nú heyrt að Heskey fari, sennilega til Middlesbrough, þ.e.a.s. ef Mark Viduka fer ekki þangað.
Salif Diao fer nú sennilega en þeir selja ekki El-Hadji Diouf fyrir slikk, mann sem þeir keyptu á 10 eða 12 millur, það er víst. Enda á hann eftir að verða góður strákskollinn. Kannski fer þó Traore ef Mexes kemur en ég er ekki viss.

Naglinn í Celtic – sem btw var að tapa fyrsta heimaleik sínum núna af síðustu 76 eða eitthvað svoleiðissss – hann Neil Lennon var að tjá sig um daginn eftir Barcelona leikina. Hann sagði að það hefði verið fínt að spila á móti Ronaldinho því hann hefði verið með eitthvert stöff í hárinu og hann hefði fundið lyktina af honum löngu áður en hann birtist! Þurfti varla að dekka hann og var bara sáttur.
Sagði líka að John Hartsons sem var búinn að vera lengi meiddur hefði loksins sést í lyftingasal Celtic, í fyrsta sinn í sex ár. “Hann situr þar inni og er að drekka te” og Lennon kann sko að bauna á fóbboltafélaga.

Svo er fótboltinn alltaf óútreiknanlegur. Þrír gæjar sem voru að berjast saman við fall með liði sínu, West Ham United, - og féllu auðvitað, hefðu getað mæst um daginn í undanúrslitum Evrópukeppninnar þegar Chelsea og Monaco kepptu. Edouard Cisse var með en ekki Joe Cole og Glen Johnson, þeir horfðu á. Kannski hittast þeir á miðvikudaginn í London og kannski verður þetta bara geggjaður leikur, enda upp á líf og dauða og tvö lið sem geta verið frábær ef vel tekst til.