Wes og vörnin Sumir þjálfarar hafa dulítið verið að skipta sér af því hverjir eigi að spila með landsliðum og verða stundum dulítið brjálæðir ef þeirra menn spila meira en einn hálfleik í vináttulandsleikjum o.s.fr.
Nú um daginn hóf sör nokkur að nafni Alex Ferguson upp raust sína og sagði að honum fyndist það vanhugsað að taka Wes Brown með til Portúgals í sumar, ekki vegna þess að hann væri svo lélegur, heldur vegna þess að hann þyrfti tíma til að jafna sig almennilega á þeim meiðslum sem hafa herjað á hann undanfarin misseri.
Mér leiðist nú yfirleitt þegar þjálfarar eru að bögga kalla eins og til dæmis Sven Göran Erikson og segja þeim hverjir megi spila og hversu lengi en ég held bara að Ferguson hafi nokkuð til síns máls að þessu sinni.
Southgate er meiddur og þó hann fari nú væntanlega með í sumar er það ekki víst og Brown þykir líklegur kandídat. Hann hefði nú hugsanlega samt gott af hvíldinni í sumar. Drengurinn er bara 24 ára og maður myndi nú giska á að hann væri meira en til í að fara með en hans vegna ætti hann bara að horfa á í sjónvarpinu og láta báttið lagast.
Þessi umræða var nú ekki í myndinni fyrir nokkrum mánuðum því Brown var svo lélegur og sjálfsálitið í mínus 273gráður c.
Hann hefur þó tekið sig á og er að verða eins og hann á að sér, sterkur með góðar staðsetningar og verst vel (og rífur aldrei kjaft, sem er +).

Í sambandi við það hvort hann yrði valinn segir Ferguson:
“þetta er eitthvað sem drengurinn þyrfti verulega að hugsa sig um. Hann hefur átt við gríðarlega erfið og þrálát meiðsli að stríða og sjúkraþjálfarar okkar segja að hann eigi skilyrðislaust að hvíla sig í sumar. Hann var rakkaður niður fyrir nokkrum vikum en ég hef alltaf haft tröllatrú á honum og hann hefur sýnt það í síðustu leikjum að hann er að komast í toppform. Ég hef haldið því fram að hann sé mesta efni í varnarmann á Englandi og hann er að standa undir þessum orðum. En hann þarf einfaldlega hvíld því þetta er ungur maður með ömurlega meiðslasögu, m.a. brotinn ökkla en það er ekki að sjá eins og hann hefur verið að spila nú að undanförnu. Ég ber mikla virðingu fyrir svona alvöru íþróttamanni”.
Svo bætir hann við að hann verði nú sennilega bara tekinn með sem varaskeifa “He would only be going as a back-up anyway.”

Jamm, það er spurning hvernig vörnin verður hjá Englendingum í sumar. Ég skrifaði nú einhverntíma um það og lét í ljós einhverjar efasemdir en margir svöruðu og sögðu að með Woodgate og Terry væri allt í gúddí (því það kom í ljós að Campbell gæti átt á hættu að þurfa í uppskurð). Ferdinand er auðvitað ekki með og nú er spurning um Southgate.
Ég er bara ekki viss um að þessir gæjar hafi nógu mikla reynslu, allavega ekki saman, ég tala nú ekki um ef Campbell verður ekki. Ledley King hefur nú sýnt takta en við vonum bara að allt gangi vel!
-gong-