Jimmy Floyd Hasselbaink, sóknarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, segir í viðtali við mánaðarlegt tímarit Meistaradeildar Evrópu að algjör kyrrstaða sé hjá félaginu, það stefni ekki nógu hátt og að of margir gamlir leikmenn séu hjá liðinu.

“Stundum finnst mér eins og ég sé einfaldlega rangur maður á röngum stað á röngum tíma. Ég er ekkert sérstaklega heppinn með liðin sem ég ákveð að spila fyrir. Eitt árið spila ég fyrir lið sem fellur í aðra deild og næsta ár spila ég hjá liði sem hefur lítinn metnað,” segir Hasselbaink í viðtalinu. "Ég er 28 ára og einn af yngstu mönnunum í liðinu og það er slæmt. Við erum með gott lið en það er aldið. Við verðum að fá inn yngri leikmenn eða leita þeirra í unglingastarfinu hjá Chelsea því enska úrvalsdeildin er ein sú erfiðasta í heiminum.