uppbygging meistaraliðs, klúður og kátína..... Arsene Wenger hefur verið sniðugur að bæta hægt og rólega í hópinn undanfarin ár og byggja upp þetta svaka lið sem Arsenal er í dag.
Hann hefur átt sín skrykkjóttu tímabil þar sem allt fer úr böndunum á ákveðnum kafla tímabilsins (eins og til dæmis í síðustu leikjunum) en það er öllum ljóst að liðið sem hann hefur í dag er hreint frábært. Wenger hefur þó tekið sinn tíma í að ala upp strákana sína því þeir hafa alltof oft fengið rauðu spjöldin og eyðilagt fyrir sér en þetta tímabil er ekki eins rautt en algjör bömmer fyrir þá – Arsenalfana- að detta út úr enska bikar og evrópukeppni, það leit jafnvel út fyrir þrennu en nú er bara einn í sjónmáli.

Þeir helstu sem hafa bæst í hópinn og eru greinilega að gera eitthvert gagn eru auðvitað Reyes sem gæti hæglega orðið súperstjarna og maður hefur hreinlega trú á því.
Í september sl keypti Wenger Gael Clichy, 18 ára franskan strák frá Cannes sem hefur spilað 6 leiki í vetur og komið inná í 6. Þessi strákur kom á aðeins 250 þús pund sem er náttúrulega bara djók. Teknískur, kraftmikill strákur sem virðist hafa gott auga fyrir leiknum og á eftir að slá verulega í gegn.
Þar sem Gio van Bronckhorst er í láni hjá Barcelona þá var ekki mikið um menn til að koma í stað Ashley Cole en Clichy hefur gert það vel. Steve Rowley, yfirspæjarinn hjá Arsenal fann hann og þeir höfðu hann lengi bak við eyrað. Þrátt fyrir að hann hefði verið lánaður til þriðju deildar liðs í Frakklandi og verið meiddur nánast allt síðasta tímabil þá keyptu þeir hann samt og það á eftir að borga sig.

Í febrúar 2002 kom Kolo Touré frá Beveren í Belgíu sem er nú nokkurskonar unglingabúðir fyrir Arsenal og afrískir og asískir strákar spila þar í a.m.k tvö ár áður en þeir fá atvinnuleyfi í löndum eins og Englandi. Touré er frá Fílabeinsströndinni, alinn upp í fátækt og vill ekki láta neinn eiga neitt inni hjá sér. Hann æfir manna mest og stjarna hans hefur risið hátt á þessum tveim árum því fyrsta tímabilið byrjaði hann inná í 15 leikjum af 57 en á þessu tímabili hefur hann verið í liðinu í 42 eða 43 leiki og aðeins misst af þremur, eins og Henry. Hann hefur leyst stöðuna, sem alltaf var verið að finna einhvern í – þ.e. í vörninni með Campbell, afar vel og getur verið hægri bakvörður ef á þarf að halda. Touré er 23 ára og yngri bróðir hans sem sennilega er enn betri er á leiðinni til Arsenal á næstunni ef hann er ekki bara kominn. Allavega hefur hann verið hjá Beveren ansi lengi og þó ensku liðin neiti því alfarið að “geyma” leikmenn í Belgíu (það er nefnilega ólöglegt) þá gera þau það samt, Arsenal, Man Utd og fleiri.

Í janúar 2001 kom Edu frá Corinthians í Brasílíu, þá 22 ára. Hann var svo lélegur í byrjun að það var bara hlegið að honum, ræflinum og honum skaut nú ekki beint á stjörnuhimininn. Hörðustu Arsenalmenn vildu senda hann heim hið snarasta með frímerki á rassinum og greyið hefur lent í miklu mótlæti fyrstu árin en með hjálp góðra manna eins og Eddie Niedzwiecki, þjálfara varaliðs Arsenal, hefur hann heldur betur náð sér á strik og slegið í gegn í vetur og er hreinlega kominn í brasíliska landsliðið, já endurtek; BRASÍLISKA LANDSLIÐIÐ sem mætir Ungverjum í vináttuleik í næstu viku. Hver hefði trúað þessu fyrir tveim árum eða þrem!

Og hvernig hófst svo uppbyggingin sem hefur gert Arsenal að besta liði Englands í dag, og jafnvel þó víða væri leitað.

Jú, meðan Wenger var enn hjá Grampus eight í Japan þá lét hann David Dein tryggja sér Patrick Viera sem kom svo til Arsenal frá AC Milan í ágúst 1996 fyrir 3,5 millur. Þessi franski landsliðsmaður er reyndar fæddur í Senegal og hafði ekkert verið að brillera á Ítalíu en Wenger fékk tips um að þetta væri framtíðin og hann keypti hann bara. Sennilega ekkert svo vitlaus kaup….
1998 kom Ljungberg frá Halmstad fyrir 3 millur sem þóttu miklir peningar fyrir leikmann hjá sænskum klúbbi. Þegar Wenger frétti að margir væru að pæla í honum þá bara keypti hann Ljungberg sísvona, viss um að hann ætti eftir að standa sig, sem hann hefur auðvitað gert…………..
í ágúst 1999 kom Thierry Henry frá Juventus fyrir 10,5 millur. Slánalegur hægri kantmaður sem Wenger þekkti frá því áður í Mónakkó fékk að spila sem striker á Englandi og skoraði 26 mörk á fyrsta tímabilinu með Arsenal. Einhver sá besti í heimi og meira að segja Man Utd fanar viðurkenna það (flestir)…….
Robert Pires kom frá Marseille fyrir 6 millur í júlí 2000.
Pires var svo ótrúlega skelkaður og yfirspenntur af stressi þegar hann byrjaði í Englandi að hann viðurkenndi að þrátt fyrir að hann ætti ekki að segja svona þá hefði hann verið feginn að byrja á bekknum gegn Sunderland í fyrsta leiknum…….. hann skoraði svo 13 mörk fyrsta tímabilið – miðvallarleikmaðurinn – og var valinn bestur af íþróttafréttamönnum – ekki slæmt……
Sol Campbell - sem Tottenham menn kalla Júdas – kom , jú frá Tottenham fyrir ekki neitt í júli 2001. Kom fyrir ekki neitt segi ég en hann er launahæsti leikmaður Englands með einhver 100.000 pund á viku (eru það ekki eins og 40 milljónir á mánuði, takk fyrir sem er aðeins meir en ég fæ og er þó í tveimur djobbum) en hann kemur inn þegar Tony Adams er að verða bæklaður af tæklingum, aldri og drykkju og stóð sig vel (Adams stóð sig vel alla ævi, bæði í fótbolta og drykkju)!!!!

Við vinnum ykkur á föstudagskvöldið Arsenalfanar. Erum vanir því svona í lok leiktíðar en þið náið þessum eina titli samt sem áður.
Áfram Leeds. –gong-