Já þá er öruggt að ekkert lið getur náð þremur eftstu liðunum að stigum og því er baráttan um 4.sætið mjög hörð.

Eftir sigur Aston Villa á Chelsea í gær, þá eru Villa menn í góðum málum í sjötta sæti, einu stigi á eftir Liverpool og Newcastle, en reyndar á Newcastle leik til góða á móti Southampton. Birmingham tapaði á móti Portsmouth og Liverpool tapaði fyrir Charlton og því er áráttan um 4.sætið mjög opin og eru fimm lið í baráttunni um sætið og þar af mætast 4 af þessum 5 liðum innbyrðis næstu helgi.

Á laugardaginn tekur Charlton á móti Birmingham og á sunnudaginn tekur Aston Villa á móti Newcastlc. Báðir leikirnir eru rosalega mikilvægir fyrir öll liðin. Á laugardeginum mætir Liverpool svo Fulham á heimavelli og ég vona svo mikið að Fulham taki þá (Villa maður hér á ferð).

Hver hefði trúað því fyrir 2 árum að Villa, Birmingham og Charlton væru að berjast um meistaradeildarsæti af fullri alvöru. Þetta er að mestu leyti frábærum stjórum þessara liða að þakka. David O'Leary tók við Aston Villa af Graham Taylor, sem hafði rústað liðinu með ömurlegu spili og þar af auki notaði hann ekki Juan Pablo Angel. Steve Bruce hefur byggt upp frábært lið með Birmingham, þrátt fyrir litla reynslu. Alan Curbishley er búinn að vera lengi með Charlton og hefur hægt og bítandi sannað að þarf ekki mikla fjármuni til að gera stórkostlega hluti.

Ég held annars að Aston Villa taki Newcastle og Birmingham og Charlton skilji jöfn. Ég þori ekki að spá fyrir Liverpool leikinn því það er aldrei að vita hvað þeir taka upp á.