Sir Alex treystir ekki Rachubka Sir Alex Ferguson er að leita að markvörðum til að fá að láni til að nota í Meistaradeildinni, en hann treystir ekki hinum 19 ára Paul Rachubka í leiknum gegn Bayern Munchen eftir nokkrar vikur. Barthez er meiddur og er óvíst hvort hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn. Van Der Gouw er að jafna sig eftir uppskurð, Nicky Culkin er í láni hjá Bristol og því er enginn nema Rachubka eftir.

Sir Alex er að kíkja á Bodo Illgner (Real M.), Lionel Charbonnier (Rangers) og Ian Walker (Spurs).

Það má reyndar ekki breyta hópum liða í Meistaradeild eftir janúar en UEFA gerir undantekningu ef tveir af markvörðum félags séu frá.
Svo gæti Barthez líka jafnað sig og þá þarf engann aukamarkmann.