Á að reka Claudio Ranieri? Þetta brennur á vörum flestra í fótboltaheiminum í dag. Það er sumir sem telja að hann sé ekki nógu góður stjóri til að stjórna liði eins og Chelsea og hann höndli ekki þá pressu að stjórna milljarðamæringunum. Aðrir telja að hann hafi gert góða hluti með Chelsea og benda á að hann náði að tryggja þeim meistaradeildarsæti í fyrra.

Sven Göran Eriksson hefur verið nefndur sem arftaki hans og reyndar margir fleiri og er það ávallt stór nöfn.

Ég sjálfur hef mikla trú á Ranieri, því það er ekki eins auðvelt og menn halda að vera í hans sporum. Á hverjum degi er óvissa með hvort hann haldi áfram með liðið eða ekki. í blöðunum á Bretlandi er dagleg umræða um HVENÆR Sven Göran tekur við liðinu. Ranieri hefur þó ekki bugast og er kominn með Chelsea í annað sæti úrvalsdeildarinnar og í undanúrslit meistardeildarinnar, ekki amalegt það!

En hvað finnst ykkur? Á að reka hann?