þjálfaraskipti og þjálfaraskipti og þjálfarask... Það hafa verið hrikalegar pælingar í ensku blöðunum að undanförnu vegna Sven Göran og viðtala hans við Chelsea toppana. Eina vikuna voru allar sportsíður með fyrirsagnir eins og: “Sven farinn til Chelsea” en svo skrifaði kallinn bara undir áframhaldandi samning til 2008. Þó halda margir því fram að hann hætti nú samt eftir EM í sumar, allavega ef liðið nær ekkert spes árangri. Allavega gæti vörnin orðið hausverkur því ýmislegt bendir til að Sol Campbell þurfi í aðgerð eftir leiktíðina því hann er slæmur í nára, eins og svo margir. Hann var td ekki með gegn Svíum og Erikson liggur á bæn um að hann verði frískur í sumar því ekki verður Ferdinand með, það er pottþétt. Garreth Southgate er meiddur og verður ekki meira með í vetur og varla í sumar og ef Campbell verður meiddur þá verða vandræði. Fullt af ágætis mönnum til, eins og Terry og Ledley King og Woodgate (meiddur núna) en engir reynsluboltar.

Blöðin pæla og pæla í hverjir komi til með að fara hvert og þá sérstaklega ef Erikson hættir í haust en hann er auðvitað sterklega bendlaður við Chelsea en einnig Real Madrid því Carlos Queiroz er sko aldeilis ekki öruggur með sæti sitt, sérstaklega eftir tapið gegn Monaco.
Erikson hefur reyndar viðurkennt að hann hafi alltaf langað þangað, þeir hafi bara aldrei haft samband!

Svo er í stöðunni að Ottmar Hitzfeld fari til Chelsea eða jafnvel Manchester United því sögur ganga um að United skipti um stjóra í haust. Þá myndi Erikson vera ofarlega á óskalista Bayern.
Aðrir sem eru bendlaðir við Man. Utd eru fyrrnefndur Queiroz sem þekkir vel til þar, Martin O´Neill hjá Celtic á eftir að koma sterkur inn í enska bolta því hann nennir ekki mikið lengur að vera í Skotlandi og svo er Capello hjá Roma linkaður við bæði United og Chelsea enda hefur hann verið með yfirlýsingar um að hann vilji gjarna til Englands.
Vitað er að Real Madrid hefur augastað á Wenger og hefur lengi haft og líklegt er talið að England eigi eftir að freista Mourinho hjá Porto. Hann hefur verið orðaður við Arsenal en er sterklega orðaður við Liverpool því það er nokkuð ljóst að Húlli verður varla þar næstu leiktíð. Mourinho er ógeðslega töff týpa og er að gera góða hluti með Portó. Annar sem er orðaður við Liverpool er Marti O´Neill.

Ranieri fer væntanlega og vitað er að Tottenham býður með tilboð á borðinu. Hver tekur við er ekki gott að segja en Chelsea virðist vera heitasta djobbið í dag enda 5 milljón punda í boði sem er slatta mikið meir en aðrir stjórar hafa á Englandi og Abramovitc hefur fulla rassvasa af bleðlum.
Erikson er efstur á blaði en Capello eða Hitzfeld eru líklegir.
Slúðrið segir reyndar að Ferguson fari til Chelsea fyrir haug af peningum og hitti þar fyrir Peter Kenyon. Það er afar ólíklegt þykir mér því hann hefur verið að skíta yfir Kenyon að undanförnu og kennir honum um ýmislegt sem miður hefur farið hjá United. Held að kallinn hljóti bara að hætta.

Ferguson var reiður út í Kenyon yfir að fá ekki Ronaldinho og hefur reyndar verið býsna reiður í vetur kallinn enda var hann eitthvað að tjá sig um að hann vantaði pening til að kaupa alvöru leikmenn, fullmótaða og þá auðvitað dýra.
“hvar fær maður gæja eins og Zidane”? segir hann og öfundar Real yfir að krækja alltaf í bestu mennina.
Þess má geta að Alex hefur eitt vel yfir 100 millum undanfarin 3 ár í leikmenn (Rio og nokkra núna t.d) sem er meira en Real hefur gert (þeir eyddu slatta fyrir 4-5 árum reyndar).
En hver afþakkaði Zidane fyrir sex árum? Jú, Ferguson kallinn og nagar á sér neglurnar ennþá vegna þess “ég var með Paul Ince þá” segir hann.
Jamm, Ince er með þeim betri – hjá Úlfunum!
Zidane einna bestur – í heimi.