“Ímyndið ykkur úrslitin í leikjum okkar ef erlendu leikmennirnir hefðu fengið leyfi til að skora líka”, sagði Houllier glaðvær. “Að öllu gamni slepptu þá er þetta áhugaverð staðreynd að öll mörkin okkar í Evrópukeppni félagsliða hafa verið skoruð af Englendingum. Ég var gagnrýndur harðlega fyrir að kaupa erlenda leikmenn en ég hef alltaf áttað mig á mikilvægi þess að hafa enskan kjarna í liðinu. Um leið og ég fékk næg fjárráð þá keypti ég Emile Heskey og Nick Barmby. Ég veit ekki um neinn annan framkvæmdastjóra sem hefur keypt enskan leikmann fyrir svona hátt verð. Ástæðan fyrir því að ég keypti svona marga erlenda leikmenn var sú að verðin fyrir ensku leikmennina voru alltof há. Ég keypti 4-5 erlenda leikmenn fyrir sama verð og ég hefði þurft að greiða fyrir einn Englending. Leikmennirnir eru að standa sig frábærlega og vonandi heldur svo fram sem horfir.”