Blackburn hefur verið á mikilli siglingu og stefnir nú hraðbyr á úrvaldeildina á nýju. Hafa þar þrír menn einkum verið að gera góða hluti og vakið verðskuldaða athygli liða á borð við man utd, leeds og newcastle, en þetta eru þeir david dunn( nú orðinn fyrirliði 21-árs liðs englendinga), damien duff, og matt jansen. Ljóst er að Blackburn mun þó aðeins þurfa að styrkja sig fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni (eins og sást í bikarleiknum við arsenal) og verður spennandi að fylgjast með drengjum Greame Souness á næsta ári.