Danny Tiatto leikmaður ársins? Danny Tiatto, leikmaður Manchester City, er efstur á lista í kosningu um PFA aðdáendaverðlaunin sem leikmaður ársins í úrvalsdeildinni. Þessari kosningu er ekki lokið, en Tiatto hefur fengið flest atkvæði hingað til. Kosningin fer fram á netinu, og hefur það komið mönnum á óvart að Danny Tiatto skuli vera efstur á lista. Á eftir honum koma alls ekki lélegir knattspyrnumenn. Í 2.sæti er David Beckham (Man. Utd.) og á eftir honum koma Paolo Di Canio (West Ham Utd.), Steven Gerrard (Liverpool) og Teddy Sheringham (Man. Utd.).