Tvísýnt með Andra Sigþórsson
              
              
              
              Enn er ekki ljóst hvort af kaupum Portsmouth á Andra Sigþórssyni verði.  Félögin tvö, KR og Portsmouth, voru búin að semja um kaupverð, sem hljóðaði upp á um 45 milljónir króna, en nú vilja Portsmouth-menn fresta kaupunum.  Þeir vildu fá Andra til sín til reynslu áður en þeir keyptu hann, en KR-ingar neituðu því.
                
              
              
              
              
             
        




