Jæja þvílíkt stolt og gleði og ég veit ekki hvað. Leikurinn í gærkvöldi var hreint út sagt frábær. Liverpool - Porto. Mig langar samt að byrja á að lýsa yfir óánægju með sjónvarpsstöðvarnar okkar að þær skildu ekki sýna leikinn en það reddaðist þar sem Jói Risi sýndi leikinn og Rauða ljónið og einhverjir fleiri góðir staðir. Jæja allavega þarna voru Liverpool í góðu formi. Þeir voru með boltann meiri hluta leiksins ( ég ætla að giska á 65% - 75% ) og áttu miklu fleiri horn heldur en Porto. Leikurinn hefði sjálfsagt átt að fara 4 - 0 en ekki 2 - 0 því að Owen tók sig til nokkrum sinnum og brenndi af og Fowler gerði slíkt hið sama. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað Gerard er rosalegur í langskotunum, hann átti einn þvílíkan þrumufleyg að það minnti á Roberto Carlos en markvörðurinn náði að koma höndum á boltann. Murphy er allur að koma til og skoraði hann fyrsta mark leiksins á 33 mínútu (reyndar var smá óþefur af því vegna þess að boltinn fór í hendina á honum en það var mark þrátt fyrir það) og svo á 38 mínútu skoraði Owen og það var eftir þvílíka snilldarsendingu frá Gerard og afgreiðsla Owen með skalla var hreint frábær, hann stökk hátt yfir alla. Í seinni hálfleik voru nokkrar skiptingar, Litmanen, Ziege og Heskey komu inná og stóðu sig með prýði að vanda. Verð að minnast á Westerveld hann bjargaði frábærlega þegar Porto komust í sannkallað dauðafæri. Það er eiginlega ótrúlegt að maður heyri óánægjuraddir út af honum
ég segi bara “He's worth every penny we pay him.”
Jæja það er nóg komið. Til hamingju Poolarar við erum komin í undanúrslit og Barcelona er næst:) here we go.
Góða helgi.