Daginn (Kvöldið reyndar)

Ég er búinn að vera að velta mikið fyrir mér afhverju dómarar gefa aukaspyrnur úti á velli fyrir sum brot en þegar allveg eins brot eru framin inn í teig (vítateig) þá er oftar en ekki ekkert dæmt.

Var núna rétt áðan að horfa á Arsenal - Celta, í seinni hálfleik gaf (man ekki hver) sendingu sem fór beint í gegnum vörn Celta og þar var Dennis Bergkamp sem rétt náði að snúa sér og sparka boltanum að markinu áður en markvörður Celta, Cavallero, var búinn að dúndra með sólanum á skónum í bringuna á honum og lá Bergkamp sárþjáður í jörðini. Bergkamp var ekki rangstæður eða neitt.

Afhverju ættli dómarar dæmi ekkert á svona brot inn í teig en dæma aukaspyrnu á svona brot út á velli?

Þulirnir á Sýn komu einmitt með gott dæmi og veltu fyrir sér hvort það hefði ekki verið dæmd aukaspyrna á þetta ef Patrick Vieira hefði framið brot, eins og Cavallero gerði, inn á miðjum velli?

Ég veit varla hvort þetta sé nóg til að flokkast undir það að vera grein en mér hefur fundist þetta áhugamál frekar dauft og vildi bara koma með smá umræðuefni og sjá hvað ykkur finndist.

Kveðja Killerade