Að mínu mati eru úrslitin ráðin þetta árið í ensku deildinni. Arsenal er bara að spila of vel og hin tvö liðin Chelsea og Man Utd eru langt frá því sannfærandi.

Fyrir tímabilið hélt ég að Man.Utd. myndi vinna deildinna en ég hafði rangt fyrir mér. Ég tel aðal orsök þess að Man.Utd sé ekki að vinna deildina þetta árið sé sú að þeir sakna Rio Ferdinand. Fólk hefur oftast verið með áhyggjur af sókninni en eftir að Luis Saha kom þá held ég að næstu 2-3 árin séu nokkuð safe. En hins vegar hefur vörnin þetta árið verið hreint og beint til skammar. Eftir að Rio fór þá hefur sést hversu góður og mikilvægur leikmaður hann er. Hann er stjórinn í vörninni og sá sem heldur henni saman en án hennar er vörnin mjög slöpp. Það vantar allan talanda í vörnina og þegar hann er ekki til staðar þá skapast óöruggi og það hefur einmitt einkennt vörnina eftir jól.

Næsta tímabil þegar að Rio verður mættur aftur í slaginn þá held ég að það verði erfitt að stoppa United. Ef þeir kaupa kannski eins og einn góðann varnarmann í sumar þá held ég að þeir verði ósigrandi. Þá er erfitt að sjá veikan hlekk í þessu liði og ef einhvern þá kannski staða hægri vængmanns. En ég held að Ronaldo muni verða topp maður eftir nokkur ár, vonandi kemur þetta hjá honum á næsta ári. Hann hefur tæknina hann þarf bara að læra að nota hana á réttum tímum og laga síðan aðeins fyrirgjafirnar hjá sér sem mér finnst ekki hafa verið alveg nógu sannfærandi þetta árið.

Semsagt held ég að Arsenal taki þetta núna en á næsta ári munu United menn koma tvíefldir og vinna þetta.