Það verður nú að játst (alla vegana fyrir mitt leiti) þá eru þessar skoðannakannanir hér á Huga afskaplega hlutdrægar.
Ef við skoðum nú bara núverandi skoðanna könnunn þar sem er spurt um hvort að það eigi að reka Houllier, og val möguleikarnir eru tveir þar sem maður getur sagt “Já”, einn með “Nei”i og sá 3 “alveg sama”. Sem sagt fremur leiðandi. Persónulega myndi ég vilja sjá hann klára tímabilið (hef voðalitla trú á því að skipta um þjálfar á miðjuleiktímabili). Ég er náttúrulega ekki að segja að það eigi að vera þessi valmöguleiki, einungis það að þetta eru alltof litaðar spurningar.
Eins um daginn, þá vart spurt um það hvort að bannið á Rio Ferdinand hafi verið sanngjarnt, af því leiti að þetta sé hærri dómur heldur enn fallið hefur verið á fótbolta mann (ég bíst við það það sé átt við fótboltamann) sem fallið hefur á lyfjaprófi. Og ef maður skoðar nú þá sem hafa fallið á lyfjaprófi þá er það algilda að menn eru settir í 2 ára bann, þannig að þetta 8 mánaða keppnisbann er alveg nýtt af nálinni og í mínu áliti bara gert af því að nú á fótboltaklúbbur með mikið fylgni út um allan heim, á í hlut. Ég tek það fram að þetta er vinnsæll klúbbur og ég geri alveg ráð fyrir því að ef Arsenal eða Liverpool hefðu lent í sömumálum þá hefði það líklega (já líklega, þetta er nú breska sambandið að setja manninn í bann, og ég sé nú ekki að þeir græði nú eitthvað á því að setja hann í langt bann) verið svipaður dómur. En svona til þess að draga þetta allt saman, þá er Rio settur í mun styttra bann heldur en þekkist og þeir hefðu því átt að setja hann í 2 ára bann eða bara sleppa því.
Það sem Hugi er að gera með því að setja spurningarnar sínar svona upp (hvort sem það er í gríni gert eða ekki) er að gera lítið úr könnununum sínum. Ef eini valmöguleikinn til þess að svara könnunni, er með því að haka við valmöguleika sem maður getur bara ekki verið sammála, þá tekur maður náttúrulega ekkert mark af þeim.
Vona að þetta fari að lagast. Because I realy like this site