gult og rautt og grís og óheppni... Jæja, hvernig væri það að þið enskufanar færuð að skrifa aðeins inn á þetta áhugamál svo það fái nú að lifa þokkalegu lífi.
Manni þykir nú lítið um að vera hér á bæ en þó eru alltaf nokkrir inni og margir sem tjá sig um greinar þannig að einhverjir ættu að geta sagt sína skoðun um boltann – ha?
Annars sá ég boltann í kvöld, má segja með öðru auganu, því miður. Náði ekki að planta mér alveg yfir sjónvarpinu en þetta leit nú ekki illa út hjá United svona í byrjun og bara bang, mark alltíeinu. En svo fór nú hinsvegar að síga á ógæfuhliðina. Porto voru bara miklu betri og mér fannst United bara heppnir að tapa bara 2-1.
Og mörkin hjá honum Benny voru nú ekkert slor, bæði sérlega flott.
Þetta eru svosem fín úrslit fyrir áhugamenn um evrópukeppnina því það gæti bara orðið hörkuleikur eftir hálfan mánuð. Held þó að United hafi það, þeir gera það yfirleitt svona þegar mikið liggur við.
Þó þarf eitthvað að skoða varnarmálin þar á bæ. Erfitt þegar nýir og nýir menn eru saman þarna aftast, verður alltaf eitthvað klúður. Auðvitað sakna þeir Ferdinands en ef ég væri Man fan myndi ég sakna Silvestre sem mér finnst virkilega fínn þarna aftast. Góður líka sem bakvörður og hefur þennan sprengikraft.
Brown er ekki alveg í formi, ferlega mikil meiðslavandræði á ungum manninum sem var spáð þvílikum frama með man utd og landsliðinu fyrir stuttu en gengur lítið hjá honum núna.
Svo var þetta nú vanhugsað hjá Keane með að labba aðeins á Baia. Þvílikur vitleys…..
Hélt að hann væri hættur svona. Maðurinn er akkeri liðsins, rífur óvenjulega lítinn kjaft þessa dagana og hefur verið eins og sannur fyrirliði en ákveður alltíeinu að nota Portúgalann til að skafa undan tökkunum!
Enda fattaði hann strax hvaða vitleysa þetta var og sagði ekki orð þegar hann trítlaði útaf. Held að United hafi þetta á endanum. Þurfa bara 1-0 en ég spái 3-1.

Chelsea voru nú líka bara heppnir. Sá þó ekki nógu mikið af seinni hálfleik til að vera alveg dómbær en mér fannst þó Stuttgart alltaf í sókn og Carlo í markinu reddaði nokkrum sinnum vel. Eiður var alltíeinu farinn að hlaupa um og rembast, ekki oft sem maður sér það. Ekki þó hans dagur því það gekk ekkert upp, gat ekki gefið einfaldar sendingar og klúðraði þvílíku dauðafæri. Hann átti skilið að vera tekinn útaf en ég veit að hann kemur til baka. Fær líka góða hvíld frá deildarkeppninni!
Ég er nú ekkert viss um að Chelsea séu neitt öruggir áfram. Geta ekki endalaust stólað á Meira. Þ.e. Meira, varnarmann Stuttgart sem skoraði fyrir þá.
Held að það verði jafnt á Stamford Bridge og vona bara að það verði skemmtilegur leikur því ég hef planað pöbbaferð með nokkrum Chelseagaurum eftir hálfan mánuð á seinni leikinn.

Arsenal er í býsna góðum málum og þeir hafa aldeilis fínu liði á að skipa akkúrat nú. En ó mæ god ef Henry meiðist því maðurinn er þvílikur snilli og er þeim ótrúlega mikilvægur.
Svo verður maður að sjá Real Madrid og Bayern. Fyrri leikurinn var algjör snilld og ég var að vona að Bayern myndi hafa þetta svo seinni leikurinn yrði grimmur en Kahn klúðraði því. Þó skal ekki afskrifa Bayern, þetta eru þvílíkir reynsluboltar að ég hef grun um algjört stríð í seinni leiknum og maður plantar sér bara niður með mat og drykk og hefur það huggulegt. Yrði ekkert hissa þó Bayern kæmist áfram en hef þó meiri trú á Real.
En mun þó öskra, fram í rauðan dauðann: Áfram LEEEEEEEDS.
-gong-