Ensku liðin í meistaradeildinni Jæja þá er það orðið ljóst hvaða lið eru komin í 8 liða úrslit meistaradeildarinnar og komust öll 3 liðin úr ensku úrvalsdeildinni áfram. Man.Utd endaði í 2. sæti í A riðli með 12 stig sem reyndar var jafn mikið og Valencia var með en Valencia var ofar vegna innbyrðis viðureigna. Arsenal endaði í 2. sæti í C riðli með 8 stig, jafn mörg og Lyon en var ofar á innbyrðis viðureignum, en voru 5 stigum á eftir Bayern München sem virtist taka þennan riðil frekar létt. Leeds hins vegar stóð sig mjög vel í D riðli þar sem þeir enduðu í 2.sæti(heyrt þennan áður? :) með 10 stig 3 stigum á eftir Real Madrid. Í B riðli var síðan ekkert enskt lið en Deportivo la Coruña og Galatasaray komust áfram með 10 stig. Dregið verður í 8 liða úrslit á föstudaginn.
kv. <a href=“mailto:gummi@fask.org”>quashey</a>