Gaupi að lýsa leik með Fiorentina og myndavélin fór á eiganda liðsins.Og þá heyrðist í okkar manni - ‘NEI, Billy Joel á vellinum!!!’

…og meiri Gaupi “Ronald De Boer með boltann en hann er einmitt tvíburabróðir Frank De Boer, þeir eiga afmæli sama dag”.

Gaupi. “Varnarmenn Newcastle hafa varla séð það svartara en að hafa Emile Heskey í bakinu á sér allan tímann”



Gullkorn Part II

Hér hefur verið snarað yfir á Íslensku sannkölluðum gullkornum frá leikmönnum, þjálfurum og íþróttafréttamönnum á Bretlandi.

Ron Atkinson (Þegar hann var spurður að því hvers vegna hann færði sig úr stúkunni og niður á hliðarlínu um miðjan fyrri hálfleik í leik Villa á móti Sheffield Utd, 1993) :
“Ég vildi bara gefa strákunum ráðleggingar og sagði þeim að leikurinn væri byrjaður..”

Ron Atkinson :
“Ég set aldrei út á dómgæslu og ætla sko ekki að fara að breyta því með því að setja út á þennan vitleysing.”

Ron Atkinson hrósar Gordon Strachan sem var enn að spila 39 ára gamall:
“Það er engin í betra formi á þessum aldri, nema kannski Raquel Welch.”

Dave Bassett (eftir enn eitt Wimbledon tapið) :
“Ég er ekki sáttur við sóknarleikinn, sumir leikmennirnir myndu ekki hitta rassgatið á belju með banjói.”

Peter Beardsley (1994) :
“Ég hefði getað samið við Newcastle 17 ára gamall, en ég taldi mig betur settan hjá Carlisle. Ég var drukkinn þetta kvöld.”

Trevor Brooking :
“Sem betur fer voru meiðsli Paul Scholes ekki eins slæm og við vonuðumst eftir”

Trevor Brooking :
“Viðureignir Merseyside liðana standa yfirleitt yfir í 90 mínútur og ég er viss um það að engin breyting verður á því í dag.”

Dominik Diamond (Útvarps og blaðamaður, 1994) :
“Ef fótbolti á að vera list þá hefði Guð aldrei skapað Carlton Palmer.”

Alex Ferguson:
“Þú þekkir Dennis Wise. Hann gæti stofnað til slagsmála í tómu húsi.”

Leikskrá Fulham, (gefin út fyrir bikarleik á móti Liverpool, en þeir töpuðu fyrri leiknum 10-0):
“Verði markatalan jöfn eftir leikinn, þá verður framlengt.”

Ray Harford (Fyrrverandi framkv.stjóri Luton, eftir að markvörður liðsins hafði fengið heilahristing í leik)
“Hann lítur illa út, en samt er erfitt að sjá mun á honum.”

John Helm (Þessi verður að koma á Ensku):
“Viv Anderson has pissed a fatness test.”

Brian Moore :
“Rosenborg hafa sigrað 66 leiki, og þeir hafa skorað í þeim öllum.”

The New York Post (Þessi kemur orginal):
“John Harkes going to Sheffield, Wednesday.”

Howard Wilkinson (eftir 1-1 jafnteflisleik) :
“Ef þeir hefðu ekki skorað, þá hefðum við unnið”

“Ég hef sagt leikmönnunum að við verðum að sigra svo ég fái fjármagn til að
kaupa nýja leikmenn.”
- Chris Turner, frkvstj Peterborough, fyrir LC QF, 1992

“Ég eyddi miklu af peningunum mínum í brennivín, gellur og hraðskreiða bíla.
Afgangnum eyddi ég í vitleysu.”
- George Best

“Ef við spiluðum svona í hverri viku, þá værum við ekki svona misjafnir.”
- Bryan Robson, Man U, 1990

“Það er flott, segðu honum að hann sé Pele og sendu hann aftur inn á.”
- John Lambie, frkvstj Partick Thistle, þegar honum var sagt að sóknarmaður
sem hafði fengið heilahristing vissi ekki hver hann væri.

“Ég var að tala um það um daginn, hve oft viðkvæmasta svæði markmanna væri á
milli fótanna á þeim.”
- Andy Gray, Sky Sport

“Staðan er núna 1-1, akkúrat öfugt við stöðuna á laugardaginn var.”
- Radio 5 Live

“Knattspyrna í dag er eins og skák. Það snýst allt um peninga.”
Newcastle aðdáandi , Radio 5 Live

“Steve McCahill, leikmaður Dumbarton, hefur haltrað af leikvelli, illa skorinn á
enni.”
- Tom Ferrie

“Og Arsenal hefur nægan tíma til að stjórna leiknum síðustu sekúndurnar.”
- Peter Jones

“Newcastle, að sjálfsögðu, ósigraðir í síðustu fimm sigurleikjum sínum.”
- Brian Moore

“Á undarlegan hátt virtist sem boltinn hengi í loftinu enn lengur, þegar þetta
var endursýnt hægt.”
- David Acfield

“Það sem ég sagði við þá í hálfleik, væri óprenthæft í útvarpinu.”
- Gerry Francis

“Ef knattspyrnan væri ekki til, þá værum við mjög frústreraðir knattpyrnumenn.”
- Mick Lyons

“Hann er einn af þessum knattspyrnumönnum sem er með heilann í höfðinu.”
- Derek Johnstone, BBC Scotland, 1994

“Áhorfendur halda að Todd hafi handleikið knöttinn. Þeir hljóta að hafa séð
eitthvað sem enginn annar sá.”
- Barry Davies, 1975

“Ef ég gengi á vatni, þá myndu þeir sem gagnrýna mig segja að það væri vegna
þess að ég væri ósyndur.”
- Berti Vogts, þjálfari Þýskalands. Nú Skotlands.

“Ástin er góð fyrir knattspyrnumenn, svo lengi sem það er ekki í hálfleik.”
- Richard Möller Nielsen, þjálfari Danmerkur

“Eini sénsinn á að við förum til Evrópu er ef klúbburinn splæsir á okkur ferð í
EuroDisney.”
- Dean Holdsworth, Wimbledon

“Ef leikmennirnir vilja gera mér erfitt fyrir, þá skal ég með glöðu geði gera
þeim tvöfalt erfiðara fyrir.”
- Wendy Toms, fyrsti kvenkyns dómarinn í atvinnuknattspyrnu

“Staðan er Sunderland núll, Leicester núll, hitastigið er núll og skemmtanagildi
þessa leiks er ekki mikið yfir núllinu.”
- Sunderland-Leicester, Radio 5 Live

“Þetta er óvenjulegt skoskt lið, því þeir eru með góða leikmenn.”
- Javier Clemente, þjálfari Spánar, að hrósa U21 liði Skota

“Tony hefur þurft að drekka í sig kjark til að viðurkenna þetta.”
- Ian Wright um fyrirliða Arsenal sem þá var nýbúinn að viðurkenna að hann
væri alkóhólisti

www.gras.is
I mean, isn't that just kick-you-in-the-crotch