Var að horfa á Nágrana slag liðana frá milano.

Þetta var hörkuleikur þar sem AC milan var að spila frábæran bolta. En samt á einhvern óskiljanlegan hátt þá voru þeir 0-2 undir í hálfleik.Samt af einhverjum ástæðum var maður ekki hræddur um að þei myndu tapa(ég er sko AC milan aðdáandi).

Svo byrjaði síðustu 45 mín og þá fór allt í gang. Til þess að gera langa sögu stutta þá sigaraði AC í þessum leik 3-2 þar sem Seedorfskoraði geðveikt sigurmark af 30 metrafæri þegar ca 10 mín voru eftir.

Miða við þessa framistöðu þá held ég að AC milan verði meistarar á ítalíu en ég treysti mér samt ekki alveg að spá þeim sigri í meistaradeildini í ár(ég spáði þeim sigri í fyrra). Þrátt fyrir að mér finnst þeir vera sterkari í dag heldur en þá.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt