algjört met!!! Jamm, um helgina þarsíðustu, eða laugardaginn 7. feb. voru sett nokkur met í enska bolta. Svona persónuleg met hist og her en gaman samt.
T.d. setti gamli Leedsari og núverandi Newcastlemaður, hann Gary Speed eitt með sínum fjögurhundraðasta leik í úrvalsdeildinni á móti Leicester, þ.e. frá því að “Premiership” fór af stað. Hann virðist ætla að halda áfram endalaust og sannar það hvert einasta ár að það er gott að hafa svona reynslubolta innanborðs.
Félagi hans sem hefur þegið eina og eina sendingu frá Speed, Alan Shearer spilaði sinn þrjúhundruðasta leik og Dennis Bergkamp jafnaði met Peters Shcmeichel sem leikjahæsti erlendi leikmaður deildarinnar með 252 leiki.
Skoraði meira að segja, gegn Úlfunum í 3-1 sigri.
Nistelrooy setti mörk sín númer 100 og 101 fyrir Man Utd gegn Everton og er ógurlegur markvarðahrellir, það má hann eiga.
Jermain Defoe skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Tottenham síðan hann kom fyrir 7 millur frá West Ham en hann skoraði einnig í sínum fyrsta leik fyrir West Ham, sínum fyrsta fyrir Bournmouth þegar hann var þar í láni og í sínum fyrsta fyrir U-21 árs landsliðið.
Vona að Leeds fái hann lánaðan í einn leik!

Svo var verið að röfla eitthvað í ensku pressunni og Daily Mirror segir að Vieira vilji vera lengi, lengi hjá Arsenal og ætli að leiða liðið er það flytji á nýjar slóðir við Ashburton Grove.
Daily Star hefur eftir Garry Flitcroft, fyrirliða Blackburn, að einhver óánægja sé hjá nokkrum leikmönnum liðsins með Graeme Souness. Kemur mér reyndar ekkert á óvart því hann er víst enginn ljúflingur og miðað við gengið í vetur þá hugsa ég að kallinn sé pirraður.

Svo smá annað:
Doktor Julio Iglesias, pabbi Julios hjartaknúsara og afi Enriques, er búinn að barna unga og fagurlimaða kærustu sína. Snillingur.Eiginlega algjört met og toppar þessa fótboltakalla.
Viagra Iglesias er fallegt nafn – ef það verður nú stelpa!