Kaupin hjá Sir Bobby Í þessari grein ætla ég aðeins að fjalla um helstu leikmenn sem Sir Bobby Robson hefur keypt til Newcastle United og segja frá hvernig þeir leikmenn hafa spjarað sig hjá félaginu:

Júlí 2000 – Carl Cort frá Wimbledon – 7 milljónir punda

Að mínu mati eru þetta slökustu kaup sem Bobby Robson hefur gert hjá Newcastle og held ég að flestir séu sammála mér þar. Þessi leikmaður var svosem ágætur á fyrstu leiktíð sinni með Newcastle en svo lenti hann í mjög slæmum meiðslum og náði sér aldrei eftir það. Fyrir stuttu fór Cort svo Til Úlfanna fyrir 2 milljónir punda.

September 2000 – Oliver Bernard frá Lyon – Frítt

Mér finnst þessi leikmaður vera alveg frábær. Hann spilar vinstri bakvörð en er með eindæmum framsækinn og sókndjarfur. Ég held að Sir Bobby hafi gert mjög góð kaup þegar hann fékk þennan snjalla leikmann frítt og á hann einungis eftir að verða betri í framtíðinni.

September 2000 – Lomana Tresor LuaLua frá Colchester – 2,2 milljónir punda.

Ég er ekki viss um hvað maður getur sagt um þennan leikmann. Hann hefur hæfileika, ég held að það efist enginn um það en hann er svolítill vandræðagemsi og er oftar en ekki vælandi um hitt og þetta og er það ein ástæðan fyriri því að hann var lánaður til Portsmouth nú í Janúar. En eitt er víst; fögnin hans eru flott ;)

Mars 2001 – Andy O’Brien frá Bradford – 2 milljónir punda

Já, hann Andy er með stórt nef, það eitt er víst, en ég veit ekki um hæfileika hans. Hann er rosalega misjafn en núna í síðustu leikjum hefur hann verið að spila mjög vel og vonandi heldur hann áfram á þeirri braut.

Júni 2001 – Craig Bellamy frá Coventry – 6 milljónir punda

Að mínu mati eru þessi kaup ein af þeim betri sem Sir Bobby hefur gert í gegnum tíðina. Bellamy er fljótur leikmaður og skorar mörk, og síðast en ekki síst, þá eru hann og Alan Shearer frábærir saman. Ég held að hvert pund sem fór í þennan leikmann hafi verið vel eytt.

Ágúst 2001 – Laurent Robert frá Paris SG – 9,5 milljónir punda

Mér dettur aðeins eitt orð í huga þegar ég hugsa um þennan leikmann; Snillingur. Þessi maður er hefur allt það sem kantmann þarf að prýða. Margir voru hissa þegar Robson eyddi svona miklum pening í svona óþekktan leikmann en nú er Robert búinn að sanna að hann sé einn af bestu vinstri kantmönnum deildarinnar.

Janúar 2002 – Jermaine Jenas frá Nottingham Forest – 5 milljónir punda

Algjör snillingur þessi leikmaður, enda valinn efnilegasti leikmaður deildarinn á síðustu leiktíð. Þessi leikmaður er enn mjög ungur en er búinn að sýna að hann á fullkomlega heima í þessu Newcastle liði. Hann spilar oftast mjög vel og getur enn bætt sig til muna. Það verður gaman að fylgjast með Jenas í framtíðinni.

Júní 2002 – Hugo Viana frá Sporting – 8,5 milljónir punda

Þegar Sir Bobby fékk þennan leikmann voru mörg stórlið á eftir honum en hjá endaði hjá Newcastle. Það voru margir spenntir að sjá hvernig þessi leikmaður myndi spjara sig í ensku Úrvalsdeildinni og nú í dag eru vafalaust margir mjög ósáttir við þessi kaup. Viana hefur aldrei í rauninni sýnt hvað í sér býr held ég en ég vona að hann muni einhverntíma blómstra.

Júni 2002 – Titus Bramble frá Ipswich – 4,5 milljónir punda

Ég persónulega er mjög ósáttur við þessi kaup. Þessi leikmaður er hreinlega allt of mistækur og að mínu mati bara hreint út sagt lélegur. Ég veit ekki hvað Sir Bobby sá við hann en ég rétt vona að hann eigi eitthvað eftir að bæta sig.

Janúar 2003 – Jonathan Woodgate frá Leeds – 9 milljónir punda

Önnur frábær kaup hjá Bobby að mínu mati. Woodgate hefur sýnt það að þegar hann vantar í vörn Newcastle er hún eins og gatasigti. Hann er algjör leiðtogi þarna í vörninni og vona ég að hann haldi áfram að spila eins vel og hann hefur gert undanfarið. Reyndar hefur Woodgate verið frekar óheppinn með meiðsli en ég vona að hann verði ekki meira frá þessari leiktíð.

Mars 2003 – Darren Ambrose frá Ipswich – 2,5 milljónir punda

Mjög efnilegur strákur og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni og vonandi fær hann að spila meira nú þegar Solano er farinn.

Júlí 2003 – Lee Bowyer frá West Ham – Frítt

Þessi kaup voru umdeild hjá Bobby. Bowyer er þekktur vandræðagemsi en vonandi nær hann að einbeita sér að knattspyrnu héðan í frá. Hann hefur ekki fengið að spila mjög mikið en þegar hann fær að spila stendur hann sig oftast vel.

Ég vil taka það fram að þessi grein endurspeglar einungis alit mitt þannig endilega segið hvað ykkur finnst og hvað ykkur finnst vera bestu kaup sem Sir Bobby hefur gert.

Takk fyrir mig,
Þorsku
ViktorXZ