Yfir 40 stuðningsmenn Everton kvartað undan leikmönnum United.

Talsmenn Everton hafa staðfest að félagið muni rannsaka fullyrðingar stuðningsmanna félagsins um óviðeigandi hegðun leikmanna Manchester United gagnvart stuðningsmönnum Everton þegar þeir fögnuðu sigurmarki United gegn Everton á Goodison Park í gær. Talsmaður félagsins staðfesti í gær að nokkrir áhorfendur hefðu farið til lögreglu og látið vita af óviðeigandi orðbragði og bendinum leikmanna United.
\“Nokkrir stuðningsmanna okkar hafa látið vita af óviðeigandi hegðun leikmanna Manchester United eftir fjórða markið þeirra. Við munum ræða við þá stuðningsmenn sem í hlut eiga, við munum ræða við lögregluna og við munum fara yfir myndir úr öryggismyndafélum,\” sagði talsmaður Everton.
\“Það sem kemur mest á óvart er að kvartanirnar hafa borist úr ýmsum hlutum áhorfendastæðanna.\”

Sagt er að rúmlega 40 einstaklingar hafi lagt fram kvartanir, en upptökur venjulegra sjónvarpsmyndavéla hafa reynst ófullnægjandi.
\“Það er ekkert sem okkur hefur verið sýnt sem hefur vakið athygli okkar, en ef svo verður gert þá munum við skoða það,\” sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.

Forráðamenn United hafa neitað að tjá sig um málið þar til að þeim hafa verið afhent sönnunargögn, en heldur hefur andað köldu á milli félaganna síðan í maí þegar forsvarsmenn Everton neituðu United mönnum um að taka á móti og fagna Englandsmeistaratitlinum í seinasta leik þeirra á leiktíðinni, sem var einmitt á Goodison Park. Enska knattspyrnusambandið blandaði sér í málið og Everton menn gáfu eftir.

Everton er reyndar heldur ekki óhult fyrir enska knattspyrnusambandinu eftir leikinn í gær. Stuðningsmaður félagsins reyndi að komast inn á völlinn til að ráðast á Cristiano Ronaldo þegar hann féll við nálægt hliðarlínunni. Sem betur fer sýndi öryggisvörður snarræði og náði að grípa áhorfandann áður en hann komst inn á völlinn.