Rafael van der Vaart er nafn sem þið ættuð kannski að leggja á minnið. Hann er einn af fjölmörgum snillingum sem hafa alist upp í knattspyrnuskóla Ajax. Hann er aðeins 18.ára gamall og spilar sem vinstri vængmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann átt fjölmarga stórleiki fyrir Ajax í vetur. Hollenski landsliðsmaðurinn, Richard Witschge, hefur misst sæti sitt í liðinu til van der Vaart og hefur honum verið leift að fara frá félaginu þar sem van der Vaart höndli hans stöðu betur.

Útsendarar frá Manchester United og Real Madrid voru á leik Ajax og Groningen, til þess að fylgjast með stráknum.