Nú ætlum við að skrifa um frammistöðu Árna Gauts í leik Manchester City og Tottenham Hotspurs. Hann stóð sig vel í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik. En það er kannski of langsótt að kenna honum um þau.

Fyrri hálfleikur:

Hann byrjaði leikinn frekar taugaspenntur enda fyrsti leikur hans með Manchester City. Ledley King átti frábært skot sem enginn markmaður hefði getað varið(ég myndi vilja sjá David James gera betur (broskall)). Annað markið var bara leikni hjá Keane en hann lék sig í gegn um vörn City og vippaði léttilega yfir Árna. Þriðja markið kom úr vægast sagt glæsilegri aukaspyrnu frá Christian Ziege í hægra hornið, taka má fram að Árni hélt að Ziege skyti í vinstra hornið en hann náði að komast í boltann en það var bara of seint. Eftir að flautað var til hálfleiks þá var Joey Barton rekinn útaf fyrir að ganga til dómarans en ekki útaf vellinum.

Seinni hálfleikur:

Í seinni hálfleik hífðu City menn sig upp af rassgatinu í kjölfar glæsilegrar, nei, ótrúlegrar markvörslu í tvígang, einu sinni úr aukaspyrnunni og tók upp boltann á línunni eftir skalla frá Gus Poyet(taka má fram að Robbie Keane klappaði okkar manni á bakið og hrósaði honum(Árni brosti út að eyrum vegna þessa), Andy Gray sagði þetta frábæra markvörslu). Man City skoraði fjögur mörk í röð einum færri. Þetta var ótrúlegt og stuðningsmenn Tottenham voru algerlega gáttaðir og vissu ekkert hvað hefði gerst. Lokaflauta.

Man City vann leikinn 3-4 með ótrúlegum yfirburðum í seinni hálfleik og var þá hann Árni okkar mjög stórtækur og hefði City ekki unnið ef hann væri ekki þarna. Hann glotti í enda leiksins enda var hann að okkar mati maður leiksins og nú ættu menn ekki að undrast val Keegans á Árna okkar.

E.S. Þeir sem segja Árna ekki eiga heima í landsliðinu. BORÐIÐ GAMALT BEIKON OG DREKKIÐ LÝSI. Takk fyrir.

Heineken og hrafngh

Ísland er best smáþjóða í fótbolta.