Hvernig ég vill sjá United liðið


12 David Bellion 22
6 Wes Brown 25
8 Nicky Butt 29
13 Roy Carroll 27
19 Eric Djemba-Djemba 23
5 Rio Ferdinand 26
24 Darren Fletcher 20
21 Diego Forlan 25
25 Quinton Fortune 27
11 Ryan Giggs 31
14 Tim Howard 25
16 Roy Keane 33
15 Jose Pereira Kleberson 25
2 Gary Neville 29
3 Phil Neville 27
22 John O'Shea 23
7 Cristiano Ronaldo 19
9 Louis Saha 26
18 Paul Scholes 30
27 Mikael Silvestre 27
20 Ole Gunnar Solskjaer 31
10 Ruud van Nistelrooy 28
(tekið af manutd.is)

Hér að ofan hef ég tekið saman þá leikmenn sem eitthvað hafa að segja í United liðinu í dag.Þessi listi er algerlega mitt mat og eftirfarandi grein er huglæg til hins ýtrasta. Þetta er mín skoðun sem United manns og er ætluð til dægradvalar handa öðrum United mönnum. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að láta skoðanir sínar í ljós en í guðanna bænum rökstyðjið og skapið þokkalega vitsmunalega umræðu!

Alveg síðan ég var lítill gutti hef ég haft skoðanir á uppstillingu United liðsins. Þær skoðanir hafa verið mis gáfulegar og byggðar á svolítilli vanþekkingu á fótbolta. Oftar en ekki hef ég furðað mig á því hvernig Alex Ferguson stillir upp liði sínu, nánast jafnoft hef ég áttað mig á því að maðurinn er snillingur og að hans ákvarðanir beri ekki að efast! Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki náð að fylgjast með nógu mörgum United leikjum í vetur en miðað við þær breytingar sem urðu á liðinu síðastliðið sumar, þá leikmenn sem fóru og þá leikmenn sem við fengum, þá finnst mér United hafa staðið sig framar öllum vonum. Að vera í toppbaráttu eftir að hafa misst David Beckham og Verón, óumdeilanlega 2 af allra bestu miðjumönnum í heimi, er náttúrulega bara ótrúlegt. Það verður ennþá ótrúlegra þegar maður skoðar hverjir hafa þurft að fylla skarð þeirra. Þrír “guttar” sem eru í kringum tvítugt hafa takið yfir hægri kantinn. Aðeins einn af þeim hafði einhverja reynslu í úrvalsdeildinni og ekki var hún nú mikil. Sá sem hefur staðið vaktina á miðri miðjunni í stað Verón hefur svo verið sá ólíklegasti af öllum, Phil Neville. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir þetta tímabil að Neville yngri yrði lykilmaður í liðinu framan af vetri hefði ég sennilega bara skellt uppúr. Ótrúlegt.

En þrátt fyrir allt þetta fagurhjal er ég stundum algerlega ósammála uppstillingu liðsins. Mínar hugmyndir byggjast af því sem ég hef séð af United spila síðustu ár og einnig þeim nokkru leikjum sem ég hef séð til þeirra á þessu ári. Ég hef hinsvegar lesið margar umfjallanir um leiki þeirra á þessu tímabili og tel mig því hafa nokkuð góða hugmynd um hvað ég er að tala. Það er sennilega alger sjálfsblekking en samt alltaf gaman að velta hlutunum fyrir sér.

Hvernig myndi ég þá stilla upp liðinu. Byrjum fremst. Með kaupunum á Saha hefur United leyst stórt hugsanlegt vandamál sem hefði orðið ef Nistelrooy hefði meiðst. Að sjálfsögðu eru margir möguleikar í stöðunni, en United hefur gengið betur og hreinlega spilað skemmtilegri bolta að mínu mati þegar þeir hafa spilað með 2 framherja. Þeir tveir yrðu því Nistelrooy og Saha. Hinsvegar hef ég ekki séð mikið til Saha og stóra spurningin er hvort að hann og Nistelrooy vinna vel saman. Ole Gunnar er ennþá meiddur en þegar hann kemur til baka þá gæti hann hugsanlega verið settur fram og svo höfum við alltaf Forlan, manninn sem flestir bíða eftir að springi út. Hvort það gerist er óvíst. Mér þykir þó fátt benda til þess að það sé að fara að gerast á næstunni.

Miðjumenn er eitthvað sem United hefur nóg af. Braselískir, kamerúnskir, enskir og skoskir landsliðsmiðjumenn hafa þurft að verma tréverkið löngum stundum í vetur. Það er einungis einn maður á miðjunni sem ég er ekki í nokkrum vafa um að hafa í byrjunarliðinu. Ryan Giggs er besti vinstri kantari í heimi og þarf ekkert að fjölyrða um það. Punktur. Roy Keane er að eldast og, því miður, aðeins farinn að láta á sjá. Ég myndi samt sennilega stilla honum upp á miðjunni ásamt besta miðvallarleikmanni Englendinga Paul Scholes. Hægri kanturinn er vandamál hjá United. Sama hvað allir segja þá finnst mér hvorki Darren Fletcher, Bellion eða jafnvel snillingurinn Ronaldo vera nógu góðir til að spila í United. Kanski eftir 1-3 ár en ekki ennþá. Fletcher og Bellion eru hreinlega ekki nógu góðir né líkamlega sterkir og Ronaldo hentar United ekki nógu vel. ENNÞÁ! Í mörg ár hefur United spilað hraðan sóknarbolta þar sem áherslan er lögð á sendingar, að boltinn fái að fljóta. Hreyfing án bolta er sú besta sem þekkist og yfirleitt er sóknin eins og vel smurð vél, allir vita hvað þeir eiga að gera, hvert þeir eiga að hlaupa o.s.fr. Ronaldo hins vegar finnst ofboðslega gaman að klappa boltanum og hægir því oftar en ekki á leiknum. Þetta lagast en eins og staðan er í dag myndi ég taka annan mann inn á miðjuna.

Ekki Kleberson eða Djemba-Djemba, þótt þeir séu báðir frambærilegir knattspyrnumenn. Ég myndi vilja sjá Nicky Butt aftur í byrjunarliðinu. Maðurinn sem allir voru farnir að hata á tímabili en sprakk svo út í kringum HM 2002. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn síðan en mér finnst að hann eigi verðskuldað heima í byrjunarliðinu. Miðjumiðjan er þá reyndar orðin troðin. Það væri hægt að leysa með því að hafa Giggs og Scholes framsækna kantmenn. Þannig myndi liðið spila ákveðna útfærslu af 4-2-2-2 sem væri svo hægt að gera meira varnarsinnaða með því að færa annann framherjann aftur og spila 4-2-3-1.

Vörn Manchester United veiktist hrikalega við bannið hjá Rio og ef til þess hefði ekki komið hefði ég ekki hróflað við neinu. Hins vegar er það staðreynd og því vantar Silvestre mann við hliðina á sér í miðvörðinn. Við höfum 3 augljósa möguleika. Wes Brown, John O´Shea og Gary Neville. Þar sem Phil Neville er búinn að spila svo vel í vetur finnst mér rétt að gefa honum séns. Hann færi þá í hægri bakvörðinn fyrir bróður sinn sem færi í miðv. Vinstri bakv. yrði Fortune eða O´Shea. Mitt persónulega val yrði Fortune. Hann hefur stigið upp svo um munar, er svona ruslakall en gerir það sem til er ætlast af honum 110% Wes Brown kæmi sennilega til með að tileinka sér miðvarðarstöðuna þegar hann kemst í betra leikform og ef honum tekst að sleppa við meiðsl.

Markvörður er að sjálfsögðu Tim Howard það þarf í rauninni ekkert að ræða það mál. Maðurinn hefur staðið sig framar öllum vonum og að mínu mati bestu kaup Ferguson í langan langan tíma.

Liðið lyti svona út í 4-2-2-2:

Howard

P.Neville-G.Neville-Silvestre-F ortune

Butt-Keane
Scholes Giggs

Saha-Nistelrooy

Og svona í 4-2-3-1:

Howard

P.Neville-G.Neville-Silvestre -Fortune

Butt-Keane
Ronaldo/Scholes Giggs
Scholes/Saha

Nistelrooy