Tuðrutíðindi. 2. Febrúar Framherjinn Jermain Defoe hefur gengið til liðs við Tottenham frá West Ham, fyrir 7 milljónir punda. Defoe sem er 21 árs gamall hefur skorað 15 mörk fyrir West Ham sem leikur í 1. deild. Defoe hafði oft áður verið orðaður við Manchester United, en eftir að Louis Saha gekk til liðs við United ákvað Defoe að bíða ekki lengur. Auk þessara 7 milljóna sem Tottenham borgar, mun Bobby Zamora fara til West Ham í skiptum. Zamora er 23 ára framherji sem gekk til liðs við Tottenham í sumar, hann hefur aðeins skorað 1 mark fyrir liðið, og var það í bikarleik.

Middlesbrough gekk í dag frá samningi við Brasilíumanninn Ricardinho, sem kom frá Brasilíska liðinu Sao Paulo. Middlesbrough þurfti ekki að borga neitt fyrir leikmanninn, og skifaði hann undir samning sem gildir út þetta tímabil. Ricardinho er 27 ára gamall miðvallarleikmaður sem hefur spilað 10 landsleiki. Á Riverside Stadium mun hann hitta landa sína þá Juninho og Doriva, en þeir ráðlögðu Steve McClaren, stjóra Middlesbrough, eindregið að fá Ricardinho til liðs við félagið.

Ian Walker, markvörður Leicester, sleppur við ákæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir atvik sem átti sér stað um helgina þegar Leicester mætti Aston Villa. Þegar staðan í leiknum var 3-0 Aston Villa í vil ruddist aðdáandi Leicester inn á völlinn og veittist að Walker og sagði að hann væri ekki hæfur til að vera úrvalsdeildarleikmaður. Walker við með því að ýta í manninn hvað eftir annað sem endaði með því að hann féll í jörðina. Maðurinn, sem heitir Andrew Price, var síðar handtekinn og í dag tilkynnti Leicester að hann fengi ævilangt bann á Walkers Stadium, heimavelli Leicester.

Salif Diao segist vera að hugsa um að fara frá Liverpool eftir að tímabilinu lýkur. Diao gekk til lið við Liverpool frá Sedan fyrir 5 milljónir punda sumarið 2002. Hann segist vera búinn að fá nóg af því að sitja á bekknum, og segir að fái hann ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu þá neiðist hann til að fara frá Anfield í sumar. Diao sagði að ef ekki væri fyrir meiðsli sem hafa hrjáð hann undanfarnar vikur hefði hann farið fram á sölu þegar markaðurinn opnaði í janúar.