KR hefur áhuga á að fá til sín nýsjálenska varnarmanninn Che Bunce sem lék með Breiðabliki árin 1997 til 1999. Síðastliðin tvö ár hefur hann leikið með nýsjálenska félaginu FC Kingz sem keppir í áströlsku atvinnumannadeildinni. Bunce hefur leikið 36 deildarleiki með Kingz og skorað tvö mörk en hann lék 54 leiki með Blikunum í keppnum á vegum KSÍ (deild, bikar og deildabikar) og skoraði fjögur mörk.
=)
