Ég er Liverpool maður í húð og hár og ef langi verið að pirrast yfir Houllier eða nánast frá því að hann tók við liðinu.
En sumir Liverpool menn sem hafa stutt hann í gegnum sætt og súrt hafa viljað meina það að hann sé svo slunginn í að ná í góða leikmenn og vilja meina það að almennt sé hann búin að gera góð kaup.
Þá langar mig bara að benda á nokkra leikmenn sem hann hefur keypt og selt svo aftur.

Jean Michel Ferri Keyptur á £1.5M Istanbulspor 28.Nóvember´98
Seldur á £1.5M Sochaux 14.júlí´99

Frode Kippe Keptur á £700.000 Lillestrom 6. janúar´99
Seldur á £0 Lillestrøm Apríl 2002 =tap £700.000

Rigobert Song Keypur á £2.6M Salernitana 26. janúar´99
Seldur á £2.5M West Ham 28.Nóvember 2000 = Tap £100.000

Titi Camara Keyptur á £2.6M Marseille 1. júní´99
Seldur á £2.6M West Ham 21.Desember 2000

Sander Westerweld Keyptur á £4M Vitesse Arnheim 15. júní´99
Seldur á £3.75M Real Sociedad 16.Desember´01 =tap £250.000

Nick Barmby Keyptur á £6M Everton 17. júlí´00
Seldur á £3.75M Leeds United 8. ágúst 2002 =tap £2.250.000

Christian Ziege Keyptur £5.5M Middlesbrough 25. ágúst´00
Seldur á £4M Tottenham 17. júlí 2001 =tap £1.5M

Jari Litmanen Frítt Barcelona 4. janúar 2001
Fór frítt til Ajax 30. ágúst 2002

8 leikmenn sem hann keypti og seldi aftur því hann gat ekki notað þá,Samtals tap £4.800.000

Svo eru önnur kaup sem mig langar að tala um

Emile Heskey Keyptur á £10.5M Leicester 10. mars´00
Þetta eru næst mestu mistök Houllier að mínu mati.

Bernard Diomede Keyptur á £3M Auxerre 7. júní´00
Fæstir vita hver þetta er hann hefur nánasr ekkert spilað og eru að mínu mati mestu mistök Houllier.£3M í ruslið plús launakostnaður leikmannsins í 4 ár en sem betur fer erum við lausir við þennan mann 7.Júní´04.

Salif Diao Keyptur á £4.7M Sedan 06. ágúst´02
Ég á en eftir að sannfærast að þetta hafi verið góð kaup.

El Hadji Diouf Keyptur á £10M Lens Júlí´02
Þetta átti að vera næsta stjarna Liverpool en er ekkert nema miðlungs maður varla meira en £3M virði.
Svo hefur hann selt nokkra sem mig langar að minnast á!

David James Seldur á £1.8M Aston Villa 17. júní´99
Þetta eru ein bestu kaup Aston Villa í áratugi.
Hann er metin á £7-8M í dag.

Brad Friedel Frjáls sala Blackburn Rovers 3. nóvember 2000
Þetta er mjög góður markmaður og allavega £2M virði.


Góð kaup???