Einsog allir vita reyndi Alex Ferguson að kaupa snillinginn unga Ruud Van Nistelrooy frá PSV, og var nokkurnveginn búið að ganga frá þessum kaupum sem átti að gefa PSV 19.000.000₤, en þá, einsog frægt er orðið, meiddist Ruud illa og var frá í rúmt ár þannig að kaupunum var frestað.
En í gær voru nýju félagaskiptalögin staðfest og taka þau gildi næsta haust, og ekki býður Fergie lengi, því það er talið næsta víst að Ruud sé búinn að semja við Man U. og segji samningi sínum við PSV upp í lok þessa tímabils. Þannig að Man u. kaupir upp þessi 3 ár sem eru eftir af honum, fyrir litlar 8 - 9.000.000₤, þetta er aðeins hægt eftir breytingarnar, þar sem leikmenn geta ekki sagt upp samningi sínum.