Ég var að pæla í að aðeins nefna nokkrar fréttir sem eru að gerast í Ensku deildinni.

Gamla brýnið Fabien Barthez er loksins farinn til Marsielle á lánssamning. Franski markmaðurinn hefur misst sæti sitt til Tim Howards sem hefur verið að spila vel fyrir manU og hann byrjaði vel með Marsielle þar sem hann skoraði mark úr vítaspyrnu og varði aðrar tvær í sigri liðsins á Strasbourg.

ManU hefur verið að skoða leikmenn og hefur CM sjarnan Arjen Robben verið nefndur oft en ekkert hefur verið verslað enn.
ManU var víst líka á eftir efnilegum varnarmanni, Vincent Kompany, 17 ára gömlum strák frá liðinu Anderlecht en Anderlecht vilja ekki selja strákinn.

Liverpool hefur verið nefnt við enn einn frakkann, Djibrill Cissé og á þessari stundu er ekki víst hvort hann hafi skrifað undir eða ekki. Meiðslalisti poolara er aðeins að styttast og það er stutt í Milan Baros og Jamie Carragher. Owen er líka kominn og Gerrard er líka orðinn góður.

Arsenal eru enn ósigaðir í ensku deildinni en það er lítið að frétta þaðan. Á opinberri heimasíðu Arsenal var kosið um þann mann sem hefur náð lengst í liði Arsenal síðustu 12 mánuði og vann Ólafur Ingi þá könnun. Hann var kosinn efnilegasti leikmaður Íslands í sumar og spilaði í fyrst sinn með aðalliði Arsenal og landsliði Íslands. Hann skau þarna mörgum stjörnum ref fyrir rass eins og Henry og Pires sem hafa verið að fá verðlaun og hafa verið að spila mjög vel. Lehman er í einhverjum vandræðum vegna þess að hann kastaði bolta í Kevin Phillips (minnir það) og hann á yfir höfði sér sekt og alveg örugglega leikbann.

Úr öllum áttum :
Blackburn var að bjóða Muzzy Izzet og Peter Enckelmann.
Bolton fengu Jamaiskan markvörð að láni og svo eru þeir að reyna að fá Javi Moreno líka að láni, sem langar víst að spila með Ivan Campos sem er þar fyrir.
Peningamaskínan Abrahomavich ætlar sér að kaupa Christian Chivu og hann ætlar ekki að missa hann til ManU.


Svona var þetta og ég vona að þetta hafi verið skemmtilega lesning. :D