Kristján Sigurðsson er kominn í 1.deildarlið KA. Kristján skrifaði undir tveggja ára samning em hann fékk sig lausan frá Stoke en þar hefur hann verið í rúm tvö ár og leikið bæði með unglinga- og varaliði félagsins. Kristján (20) er bróðir Lárusar Orra Sigurðssonar leikmanns WBA, og lék hann með KA 1997 þegar faðir hans, Sigurður Lárusson, þjálfaði KA-liðið. Hann kemur því til með að leika með frænda sínum, þjálfaranum Þorvaldi Örlygssyni þjálfara, en þeir eru systrasynir.

Kristján er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Akureyrarfélagið á skömmum tíma. Hinir þrír eru Steinn Viðar Gunnarsson og Hlynur Jóhannsson, sem komu báðir frá Leiftri, og Sverrir Jónsson sem kom frá Nökkva.