Nú ætla ég að tala um banið á Rio. Ég hef áður skrifað um FA og hversu mikið þau samtök fara í taugarnar á mér. Svo að þetta hefur ekki verið að bæta það.En hér eru nokkri hlutir sem fara í taugarnar á mér í sambandi við þetta.


Hámarks bann við að mæta í lyfjapróf er ekki til því það er engin regla til um að mæta á lyfja próf. Svo þeir notuðu regluna um að falla á lyfjaprófi. Sem er nokkuð stór munnur þar sem hann féll ekki. Hann tók prófið stuttu seinna og var hrein. Og læknar vitnuðu um það að það tekur munn lengri tíma að losna við efninn úr líkamanum.

Leikmaður Manchester City gerðist brotlegur um sama brot fyrir stutt og fékk sekt upp á 2000 pund og ekkert bann.

Leikmenn sem hafa fallið á lyfjaprófum fá oftast ekki svona löng bönn. Dæmi Edgar Davis og Jaap Stam fengu báðir 5 mánuði.

Þetta mál er útfrá þessu algjört rugl og vona ég bara að Man Utd geri einn af tveimur hlutum sem hafa mikið verið í umræðuni á chat síðum, annað hvort að Segja sig úr ensku og uefa og fari með hinnum G14 liðunum í Súperdeild Evrópu þar sem Man utd hefur streist svoldið á móti þessari hugmynd ítalskra og Spænska liða gæti það breyst nú. Hinn hugmyndinn er að leikmenn man utd sem eru í Enska landsliðsinns gefi ekki kost á sér í það fyrir EM.

Er ég mjög hrifinn að þessum hugmyndum báðum. Súperdeild evrópu er eitthvað sem væri æði.