Ac Milan vörnin! Ac Milan. Ac Milan er án efa með eina sterkustu og reyndustu vörnina í heiminum í dag. Meðalaldurinn er í kringum 30 ár og allt eru þetta frábærir leikmenn í varnarstöðunam fjórum. Maldini er án efa einn besti vinstri bakvörður í heiminum og mjög reyndur. Hann er 35 ára gamall. Cafu er gríðalega öflugur og sókndjarfur bakvörður sem spilar hægra meginn. Hann hefur orðið heimsmeistari með Barsilíu og á yfir 170 landsleiki með Brasilíu. Hann er 33 ára gamall. Alessandro Nesta er einn albesti miðvörður í heiminum í dag. Hann er fastamaður í Ítalska landsliðinu ásamt Maldini og lykilmaður í vörn Milan. Hann er 27 ára gamall. Kakhaber Kaladze spilar í miðvarðarstöðunni hliðina á Nesta. Kaladze er frá Georgíu og að sjálfsögðu í landsliði þeirra. Hann er 25 ára og mjög efnilegur. Síðan fyrir utan þessa fjögurra manna línu eru menn eins og Alessandro Costacurta sem er einginn byrjandi í boltanum. Hann er 37 ára gamall. Martin Laursen er svo fulltrúi norðurlandanna í vörninni en hann er einnig á bekknum. Hann kemur frá Danmörku. Þessi vörn lagði lykilinn að sigri Milan í meistardeildinni í fyrra og skyldi enginn efast um slíka vörn.