Það er ekki sama með Jón og Séra Jón. Þessa dagana eru ensku miðlarnir eitthvað að velta sér upp úr því að Barthez hafi sést á næturklúbb fram undir nótt, og Sir Alex sé ekkert að gera neitt veður út af því. Sumir leikmenn hefðu nú líklega fengið ákúrur fyrir slíkt, en það á ekki við um Barthez. Hvort sem það er vegna þess að hann er markmaður, eða vegna þess að hann er bara Barthez skal ósagt látið. En hvort sem það er þá skiptir það ekki máli. Barthez er að spila frábærlega, og meðan svo er, þá er óþarfi að vera velta sér upp út þessu. Ég tel það rétt hjá Sir Alex að vera ekki að æsa sig yfir þessu. Hann veit (því miður) hvað hann er að gera kallinn.
Þótt að Beckham hafi fengið skammir í hattinn fyrir að vera eitthvað sloppy hérna í fyrra, þá á það ekki endilega við um Barthez. maður hlýtur að líta á það þannig að Sir Alex hafi fundist þurfa að stitta aðeins ólina hjá Beckham, kannski til að fyrirbyggja frekari stjörnustæla. Barthez virðist hins vegar ekki þurfa þess, enda rólyndis maður… að eiginsögn amk.