Nú hafa KR og Grindavík gert venslasamninga við minni lið þ.e.a.s. Fjölnir og GG. Þetta er alveg bráðsniðug lausn fyrir liðin sem vilja koma sínum leikmönnum í leikæfingu eftir erfið meðsli. Eða leyfa þeim leikmönnum sem ekki hafa komist inn í hópinn að spreyta og sanna sig fyrir þjálfarnum. Því einu leikirnir til þessa fyrir svona leikmenn eru 1. flokks leikirnir sem eru bara djók oft á tíðum.
Það er kannski best að ég útskýri betur hvað þessi samningur þýðir. Í fyrsta lagi mega fjórir leikmenn vera í einu á lánssamning hjá minna liðinu. Það verður að tilkynna hvaða fjórir leikmenn þetta eru fyrir hverja umferð í Íslandsmótinu. Leikmaður sem hefur verið í hópnum hjá stóra liðinu verður að bíða eina umferð af sér til að geta spilað með minna liðinu. Samningurinn hjá Grindavík og GG felur í sér að Grindavík mun sjá um rekstur G.G.
Einn þetta er bráðsnjöll hugmynd sem loksins er kominn í framkvæmd eftir áralanga fæðingu.