Fyrsti titillinn í samstarfi HK og Víkings í kvennaknattspyrnunni vannst um helgina þegar HK/Víkingur varð Reykjavíkurmeistari í 3. flokki kvenna með því að sigra Fjölni, 4-3, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.
Grafarvogsstúlkurnar urðu fyrri til að skora en Heiður Loftsdóttir jafnaði rétt fyrir leikhlé. HK/Víkingur komst í 4-1 með mörkum frá Önnu Garðarsdóttur, Láru Hafliðadóttur og Heiði, sem skoraði sitt annað mark beint úr aukaspyrnu frá miðju. Fjölnir skoraði tvívegis á lokakaflanum en stúlkurnar úr HK/Víkingi héldu fengnum hlut og fögnuðu innilega í leikslok.
Til hamingju stelpur!