Leeds taka á móti Man Utd. Kannski ekki óskaliðið að fá í heimsókn eftir slátrunina á Old Trafford um síðustu helgi. Það er ólíklegt að landsleikir vikunnar sitji eitthvað í leikmönnum, þar sem þetta voru vináttuleikir, auk þess sem leikmenn spiluðu það stutt, auk þess sem bæði lið eru hlaðin landsliðsmönnum, og því kemur það jafnt niður á þeim. Erfiður leikur fyrir Leeds, en líka fyrir Manchester. Leedsarar eru ekki auðveldir heim að sækja þessa dagana.
Annar áhugaverður leikur er Leicester Liverpool. Berger, Murphy, Redknap og Heggem eru allir byrjaðir að æfa á fullu aftur eftir mislöng meiðsli, og því getur Houllier aftur farið að spá í sitt sterkasta lið. Þó það sé ólíklegt að þeir setji mark sitt á sína fyrstu leiki eftir meiðsli, verður gaman að sjá þá á velli á nýjan leik. Gerrard er líka sagður því sem næst heill og það sama á við um Litmanen. Af Leicester er það að frétta að Muzzy Izzet er tæpur og verður að öllum líkindum ekki með.
Derby tekur á móti Tottenham, og það sem er mest spennandi við þann leik, er hvort Graham fúki eftir leikinn. Það eru miklar líkur á því að ef Tottenham tapar, verði þetta síðasti tapleikur þess undir stjórn Grahams.
Sömu örlög hlýtur Gordon Strackan að fá, hjá Coventry, en þeir mæta Chelsea. Hann er reyndar ekki eins tæpur, en það er ekki langt í sparkið hjá honum, ef Coventry fer ekki að ganga betur. Hjá Chelsea er Le Saux aftur með eftir meiðsli, en Mario Melchiot meiddist í vikunni. Jody Morris, Roberto Di Matteo, Jes Hogh og Winston Bogarde frá sem fyrr.
Arsenal fær West ham í heimsókn, og verður gaman að sjá hvort það verður einhver vörn í hjá þeim í þessum leik. Gamlingjarnir eru ennþá frá, þannig að hausverkurinn hjá Wenger fer ekki alveg strax. Hjá West ham eru Joe Cole og Michael Carrick meiddir.
Everton og Newcastle mætast, og þar verður Dyer ekki með vegna meiðsla.
Einnig mætast Man City og Southampton, og Boro og Charlton. Boro hafa tapað síðustu tveim leikjum, en vonandi gefur framistaða Ehiogu í landsleiknum þeim byr undir báða vængi. Nýr leikmaður Boro, 18 ára argentínumaðurinn Carlos Marinelli verður líklega ekki með um helgina.
Ipwich og Bradford á sunnudag